Valmynd leiðarkerfis
Reynisfjall

Reynisfjall

Reynisfjall

Suðurland

Geysilega fallegt fjall með snarbröttum hlíðum á flesta vegu. Góð og ansi skemmtileg leið liggur upp á fjallið frá þorpinu. Vegurinn er greinilegur og sikk sakkar upp fjallið og er ágætur til göngu. Gengin er svo sama leið tilbaka.

Reynisfjall telst frekar stórt fjall. Það er um 5 km. á lengt frá suðri til norðurs og hátt í kílómetri á breidd þar sem það er breiðast. Hæst rís það um 340 metra yfir sjávarmáli en lækkar sig hratt til suðurs, niður að sjónum þar sem Reynisdrangar hafa einhvern tíma verið hluti þess. Þar má einnig sjá töluvert af stuðlabergi.

Gott er að ganga úr þorpinu en einnig má keyra um 150 metra inn á slóðann en þar er bílastæði. Gott er að labba eftir vegslóðanum en hann var lagður af bandaríkjamönnum þegar þeir ráku Lóran stöð upp á fjallinu. Skemmtileg upplifun er að ganga síðasta spottann upp á fjallið, snarbrattir klettar á hægri hönd og ekki síður brött hlíðin niður að þorpinu á þá vinstri. Vegurinn sker svo hlíðina og á smá kafla jaðrar hann við að vera einstigi. Vegurinn er sagður vera brattasti fjallvegur hér á landi.

Þegar upp er komið eru möstur okkur á vinstri hönd til suðurs og fjallið lækkar svo hratt niður í átt að sjó. Í stað þess að ganga niður sömu leið getum við gengið norður eftir fjallinu og komið niður á þjóðveg við A stiga yfir girðinu og bílastæði. Þar niður er grasi gróin brekka og þótt brött sé ágætlega þægileg til göngu. Endapunktur okkar er þó við möstrin og gengin er sama leið til baka.

Sagan segir að Reynisdrangar séu steinrunninn tröll sem þarna hafi verið að draga þrímastra skip fyrir fjallið en dagað uppi.

 

 
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlunarferðir að sumri og vetri

Skildu eftir svar

Listings

Reynisfjall

0