Valmynd leiðarkerfis
Remundargil frá Þakgili

Remundargil frá Þakgili

Remundargil frá Þakgili

Hálendið, Suðurland

Ganga að og inn afar fallegt gil sem liggur næst Þakgili. Fyrir utan eina hæð er lítil hækkun á leiðinni. Gengin er sama leið tilbaka en hægt að stytta um nokkra kílómetra með því að láta fórnfúsan bílstjóra sækja að mynni Remundargils. Leiðin er stikuð og elta skal þær sem eru með fjólubláan topp.

Gangan hefst við tjaldsvæðið Þakgili en gengið er út gilið í þann mund sem vegurinn beygir til hægri. Þar er farið yfir hálsinn, á móts við Miðfellshelli og yfir hálsinn austur að Remundargili. Þegar komið er niður af hálsinum er stikum og vegi fylgt að gilinu og svo gengið eftir fínum stíg inn gilið. Örlítið klöngur er síðustu 50 metrana en flestum fært.

Þegar komið er innst í gilið er komið að fallegum fossi en í hann sést vel frá litlum kletti þar sem stígurinn endar. Hægt er að ganga sömu leið tilbaka og miðast kílómetrafjöldi við það en einnig er hægt að fá bílstjóra til að sækja göngumenn við mynni Remundargils.

Remundargil er afar sérstakt, klettamyndanir og borgir, skútar, fallegur gróður og ummerki jökulsins setja einstakan svip á þetta fallega gil. Hér má svo sannarlega dunda sér lengi.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

    Skildu eftir svar

    Listings

    Remundargil frá Þakgili

    0