Valmynd leiðarkerfis
Ljósárkinn

Ljósárkinn

Ljósárkinn

Austurland

Ofan þjóðvegar um 500 metrum innan við Atlavík er gönguleið upp Ljósárkinn utan Ljósár. Gengið er upp að Ljósárfossi, 16 m. háum fossi í Ljósá

Kletturinn utan við fossinn er rúmir 20m. á hæð. Neðar í ánni er lítill foss, um 3ja metra hár. Á leið upp má sjá ýmsar trjátegundir gróðursettar á árunum 1956-67 s.s. lindifuru frá Karasnojarsk í Síberíu, stafafuru frá Skagway í Alaska, hvítgreni frá Alaska.

Í brekkunni á vinstri hönd er eitt beinvaxnasta rússalerki í Hallormsstaðaskógi, frá Arkangelsk og þar ofar bergfura. Botngróður er fjölbreyttur en þar má finna meðal annars sjöstjörnu, hún er 5 – 15 sm á hæð og blómgast í júlí.

Farið er sömu leið tilbaka niður á þjóðveg.

Leiðin er stikuð með gulum stikum.

Ofangreind heimild: Hallormsstaðaskógur, Gönguleiðir
Útgefandi: Skógrækt ríkisins
Vefsíða: skogur.is

Lengd gönguleiðar

    Skildu eftir svar

    Listings

    Ljósárkinn

    0