Fremur erfið gönguleið. Gengið út grófar skriður út Hvalvík og brattar grasbrekkur niður á Glettingsnes. Hált í bleytu. Ekki fyrir óvant göngufólk. Til þess að komast að þessari leið þarf t.d. að ganga frá Breiðuvík, sjá hér eða frá Borgarfirði, sjá hér.
Heimild: Gönguleiðir á Víknaslóðum
Útgefandi: Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystri o.fl.
Vefsíða
Hvalvík er ekki stór vík, í raun afskaplega lítið og því er undirlendi þar lítið. Ofan víkurinnar er þó hinsvegar gróinn og fallegur dalur. Ekki virðast margar heimildir um búsetu á svæðinu en þar bjó samt Benóní Guðlaugsson í um áratug, talinn hafa flutt þaðan árið 1842.
Glettingsnes er tanginn sem skagar fram á milli Hvalvíkur og Kjólsvíkur. Ofan við hann rís snarbrattur Glettingur. Þarna var afskekktasti bær í hinum gamla Borgarfjarðarhreppi. Er erfitt að gera sér í hugarland hvernig fólk komst til og frá bænum, sérstaklega að vetrarlagi.
Á nesinu er viti sem reistur var snemma á síðustu öld en þar hefur ekki verið búið fyrr en um miðja öldina sem leið.