Valmynd leiðarkerfis
Hallormsstaðaháls

Hallormsstaðaháls

Hallormsstaðaháls

Austurland

Auðrötuð og sæmilega greiðfær gönguleið á milli Hallormsstaða og Geirólfsstaða í Skriðdal. Fjölfarin leið fyrrum fyrrum meðal annars vegna kirkjusóknar að Hallormsstað.

Kaupstaðaleið var frá Upp-Héraði til Skriðdals og þaðan um Þórudalsheiði á Reyðarfjörð. Gengið er upp frá Hússtjórnarskólanum út og upp á Hóla og áfram gömlu reiðgöturnar neðan við Hallormsstaðabjarg og upp á „Bjargið“ fyrir ofan skóginn.

Af Bjarginu er fagurt útsýni inn til Snæfells, yfir skóginn og Fljótið. Þeim vilja halda áfram yfir hálsinn fylgja stikaðri leið að þjóðvegi utan við Geirólfsstaði í Skriðdal.

Leiðin er stikuð, fylgið appelsínugulum lit.

Ofangreind heimild: Hallormsstaðaskógur, göngukort
Útgefandi: Skógrækt ríkisins
Vefsíða: www.skogur.is

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn frá Egilsstöðum

Skildu eftir svar

Listings

Hallormsstaðaháls

0