Gengið meðfram Henglinum um Engidal, framhjá Húsmúla og að Sleggjubeinsdal. Fylgið stikum með bláum lit í toppinn.
Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Hengilssvæðinu
Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur
Svæðið er sannkallað draumaland göngumannsins, stutt að fara ásamt því að frekar fáir nýta sér svæðið. Landslagið er stórkostlegt og má vel gleyma sér í að skoða klettamyndanir og aðrar myndir náttúrunnar á svæðinu. Gönguleiðir eru nokkuð skýrar, stikaðar og víða eru skilti og fræðsluskilti frá Orkuveitunni.
Auðvelt að velja sér leiðir við hæfi, allt frá tæpum kílómetra upp um tuttugu kílómetra.
Dyradalur dregur nafn sitt af skarði, dyrum í vestanverðum dalnum, þar sem þjóðvegurinn liggur nú en þar var riðið í gegn hér áður þegar ferðast var á milli landshluta. Á ekki stærra svæði en hér um ræðir er magnað að upplifa þann fjölda minja sem hér má sjá.