Stutt en ljúf, jafnvel of ljúf gönguleið sem tekið mið af nafninu. Hefst við Systrafoss og lýkur þar einnig, hentar í raun öllum.
Lagt er upp hjá Systrafossi við gönguskilti er á stendur Systravatn. Þegar við komum að fossinum sjáum við stein er kallaður er Stóristeinn en hann hrundi úr hlíðinni árið 1830. Um leið og við hækkum okkur sjáum við vel hversu gróðri vaxið svæðið er. Formleg gróðursetning hófst í hlíðunum hér árið 1945.