Valmynd leiðarkerfis
Vondugil

Vondugil

Vondugil

Hálendið
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ein til tvær sprænur
  • Næsta þéttbýli: Hella
  • Hækkun: Um 1m.
  • Samgöngur: Áætlun í Landmannalaugar
  • Flokkur: ,

Ef það teldist góð vinnubrögð að skrifa VÁ í gönguleiðalýsingu væri það gert hér. Stórkostlegt svæði með ótrúlegri litadýrð. Við hefjum gönguna við skála Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum. Fyrsti leggurinn er sameiginlegur með þeim sem eru að ganga Laugaveginn. Rétt áður en við byrjum að hækka okkur að Brennisteinsöldu er skilti sem bendir til hægri. Á því stendur Vondugil og Háalda. Göngum inn í Vondugil og sömu leið til baka.

Þegar við göngum inn að Vondugiljum frá skiltinu erum við á leið yfir Vondugiljaaura. Fljótlega sjáum við Námukvísl og þurfum að þvera hana. Það er  þó yfirleitt ekki stór hindrum og jafnvel má stikla hana. Framundan er nú hryggur með augljósum stíg upp. Þetta er Uppgönguhryggur sem ber nafn með rentu því við sjáum að ekki væri árennilegt að leggja á brattann annars staðar. Hér heldur leiðin áfram ef við ætlum að ganga á Háöldu, að Landmannahelli eða á Suðurnámur. Það bíður betri tíma.

Rétt við hrygginn má sjá hvar Háöldukvísl rennur ofan úr Háöldugili. Aðeins inni í því gili má sjá lítið hverasvæði sem vert er að skoða. Einn af hverunum er ansi skemmtilegur, ofan í hann rennur lítill lækur. Með stuttu millibili (10-15 mín) fyllist hverinn og gýs vatninu upp eða út. Ansi gaman að sjá. Ólafur Örn Haraldsson segir í árbók FÍ 2010 um Fjallabakssvæðið og hefur eftir Kristjáni Sæmundssyni að þessi hver kallist Lækjargosi. Vel við hæfi.

Litadýrðin í giljunum er ótrúleg. Á nokkrum stöðum sunnan (vinstra megin) við Uppgönguhrygginn eru litirnir næstum óraunverulegir. Ekkert verra er að vera hér eftir góðan rigningaskúr en þá skerpir stundum á litum og þeir jafnvel breytast.

En við höldum svo til baka sömu leið. Fyrir þá sem vilja fara lengri leið til baka má beygja til hægri að Brennisteinsöldu og ganga niður Grænagil. Sjá má hér um þá leið.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlun í Landmannalaugar

Skildu eftir svar

Listings

Vondugil

0