Gengið frá Fossi yfir Fagradal að Kluftum, en bærinn á Kluftum fór í eyði árið 1954.
Á Kluftum fæddist kvígan Huppa árið 1926 og frá henni er komið frægasta kúakyn landsins. En uppruna Kluftakynsins tengist þjóðsaga sem tengd er Stóra-Steini (Huppusteini) er stendur við gönguleiðina undir Galtfelli.
Frá Kluftum er hægt að ganga nokkuð greinilega slóða að Kaldbak. Nokkuð krefjandi ganga, þá þarf einnig að fara yfir Litlu-Laxá.
Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Hrunamannahreppi
Útgefandi: Hrunamannahreppur
Vefsíða