Valmynd leiðarkerfis
Íshellar Hrafntinnuskeri

Íshellar Hrafntinnuskeri

Íshellar Hrafntinnuskeri

Hálendið
  • Erfiðleikastig: 2
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Hella
  • Hækkun: Um 80m.
  • Flokkur:

Íshellar hafa einkennilegt aðdráttarafl en eru um leið afar hættulegir yfirferðar. Seinniparts- eða kvöldganga úr Höskuldsskála í íshella Hrafntinnuskers freistar marga og ekki að undra. Yfirleitt er besta leiðin að fara beint yfir skerið að íshellasvæðinu.

Rétt er að taka það fram að lífshættulegt getur verið að fara inn í íshelli. Hrun er algengt og banaslys hafa orðið í íshellum hér á landi og m.a. hér í Hrafntinnuskeri. Duga á að skoða svæðið og standa við hellismunnan í öruggri fjarlægð.

Þegar gengið er yfir Hrafntinnusker að hellasvæðinu má velta fyrir sér nafngiftinni. Skaftfellingar kölluðu fjöll er komu upp úr jökli sker og fyrri hluti nafnsins segir sig sjálft enda má finna hér gríðarlega fallega hrafntinnu.

Fyrr á tímum má reikna með því að Torfajökull hafi náð hingað yfir en með hopun jökla hafi Kaldaklofsjökull skorið sig frá honum. Leifar af jöklum má greinilega sjá í vestanverðu Hrafntinnuskeri en þeir hafa þó látið verulega á sjá síðustu áratugina.

Svæðið sem stundum myndar hér íshella er dæmigert háhitasvæði. Hér er mikil leirmyndun, útfellingar við hveri og mikil litadýrð. Eftir að hafa notið svæðisins á öruggan hátt göngum við aftur til baka í skála, fáum okkur kakóbolla og skríðum í poka.

Lengd gönguleiðar

    Skildu eftir svar

    Listings

    Íshellar Hrafntinnuskeri

    0