Reykjanes
Gönguleiðir | Reykjanes

Hrútagjá

Magnað að sjá þessa gjá. Sýnir okkur hversu jarðhræringar eru megnugar. Helst dettur manni í hug að hér hafi goðin hlaupið um með risavaxinn plóg í eftirdragi. Við ökum Krýsuvíkurleið og beygjum inn á Djúpavatnsleið. Eftir stuttan akstur ökum við upp brekku og strax þar á eftir er bílastæði og skilti merkt Hrútagjá á hægri […]

Búrfellsgjá

Skemmtileg og þægileg gönguleið sem sýnir okkur hversu fallegan svip jarðhræringar setja á náttúru okkar. Í raun einstök gönguleið. Við ökum meðfram Vífilsstaðahlíð í átt að Hjöllum. Rétt áður en þangað er komið, stuttu eftir að malbiki sleppir er brött beygja á veginum. Þar á hægri hönd er varða og örfáum metrum síðar er bílastæði […]

Lambafellsgjá

Ansi hreint skemmtileg gönguleið við allra hæfi á lítið fell sem þó opnar sig fyrir göngumönnum á skemmtilegan hátt. Við ökum sem leið liggur að Höskuldarvöllum og leggjum bílnum við Eldborg sem er í norðausturhorni vallanna.  Þaðan liggur skýr gönguleið beint til norðurs að Lambafelli. Við göngum austan megin við fellið og upp gjá nyrst […]