Valmynd leiðarkerfis
Umhverfis Hafrahlíð

Umhverfis Hafrahlíð

Umhverfis Hafrahlíð

Höfuðborgarsvæðið
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Mosfellsbær
  • Hækkun: Um 170m.
  • Samgöngur: Einkabíllinn
  • Flokkur: ,

Gangan hefst við Hafrafellsrétt við Hafravatn. Þaðan eltum við í fyrstu slóða til norðausturs að Bjarnavatni (oft sagt vera Borgarvatn á kortum). Þaðan tökum við stefnuna beint til norðvesturs upp á Reykjaborg. Við höldum svo sömu stefnu niður meðfram Borgardal og þegar á jafnsléttu er komið höldum við að Vatnsvík í norðurenda Hafravatns. Þaðan fylgjum við fjöruborðinu aftur að upphafsstað.

Hafravatnsrétt er merkur staður. Hún var skilarétt Mosfellinga frá árinu 1920 þegar fyrst var réttað þar og var slíkt gert næstu 80 árin. Langt fram á tuttugustu öldina voru réttir ein helstu mannamót ársins og var Hafravatnsrétt engin undantekning á því. Þangað flykktist fjöldi fólks til að skemmta sér og sjá aðra. Voru veitingar seldar í tjöldum en siðar annaðist Kvenfélag Lágafellssóknar kaffisölu í bragga sem stóð við réttina. Hafravatnshlíð var friðlýst árið 1988.

Nafnið Hafrahlíð er talið vera komið frá þeim tíma sem Höfrum var beitt á fjallið en hvergi tókst vefstjóra að finna neinar frekari heimildir um það.

Bjarnarvatn er ranglega nefnt Borgarvatn á mörgum kortum og Borgarvatn þá Bjarnarvatn þ.e. nöfnum vatnanna er víxlað. Vel má sjá þetta á eldri kortum frá Landmælingum. Úr Borgarvatni sem við sjáum rétt grilla í til austurs er við stöndum við Bjarnarvatn koma upptök Varmár.

 

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn

Skildu eftir svar

Listings

Umhverfis Hafrahlíð

0