Valmynd leiðarkerfis
Stóru – Laxárgljúfur

Stóru – Laxárgljúfur

Stóru – Laxárgljúfur

Suðurland
  • Erfiðleikastig: 3
  • Vað: Ekki svo vitað sé
  • Næsta þéttbýli: Flúðir
  • Hækkun: Um 1m.
  • Samgöngur: Einkabíllinn
  • Flokkur:

Ekið inn fyrir afréttarhlið og beygt í austur þegar komið er á Línuveginn. Skömmu eftir að komið er yfir Heiðará er tekin braut til suðurs sem liggur að gljúfrinu. Rétt ofan við girðinguna eru ármót Leirár og Stóru Laxár og er þar hrikalegt að sjá.

Er síðan gengið niður með gljúfrinu, klofað yfir girðinguna, fyrst er komið að Fögrutorfu sem er einn fallegasti staðurinn í gljúfrinu. Þaðan þarf að krækja upp fyrir gil til vesturs en eftir það er gönguleiðin nokkuð augljós, ekki er æskilegt að festa sig við reiðgöturnar því þá missir fólk af mörgum fallegum stöðum í gljúfrinu.

Gengið niður í Hrunakrók, en þar var búið til ársins 1902. Á eyrunum hjá Stóru-Laxá var Guðmundur listmálari frá Miðdal með lítinn veiðiskúr sem enn má sjá leifarnar af.

Frá Hrunakrók er haldið í vestur og götum fylgt upp úr dalverpinu og gengið áfram eftir moldarslóðum þar til komið er að Kaldbak.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Hrunamannahreppi
Útgefandi: Hrunamannahreppur
Vefsíða

 

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn

Skildu eftir svar

Listings

Stóru – Laxárgljúfur

0