Valmynd leiðarkerfis
Snorraríki

Snorraríki

Snorraríki

Suðurland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Hvolsvöllur
  • Hækkun: Um 1m.
  • Samgöngur: Áætlunarferðir í Þórsmörk
  • Flokkur: ,

Stutt gönguleið að skemmtilegum hellisskúta sem gefur tilefni til að rifja upp missannar sögur af sauðaþjófum og útilegumönnum. Hvort sem gengið er úr Húsadal eða Langadal er spottinn um einn kílómetri og í báðum tilfellum eftir góðum stígum og vel merktum.

Búið er að smíða góðan pall fyrir neðan hellisskútann en vara ætti við því að príla upp í hann. Margir hafa reynt en endað á hækjum í einhverjar vikur. Eins og sjá má á klettaveggnum er vinsælt að höggva nafnið sitt í hann en mælt er með að slíkt sé látið ógert. Skemmtilegra er að sjá það sem nú er þar og velta fyrir sér hvort þau elstu séu raunverulega orðin þetta gömul?

Sagan á bak við hellinn er afar skemmtileg og engin ástæða til að efast um trúverðulegleika hennar. Snorri var maður sem féll í þá gryfju að stela sér til matar. Varð hann eftirlýstur og elti hann hópur mann inn í Húsadal í Þórsmörk. Var hann þar umkringdur en tókst að klifra upp í lítinn hellisskúta. Var ákveðið að sitja um hann og svelta hann niður. Eftir nokkura daga umsátur kemur Snorri fram í opið og spyr umsátursmenn hvort þeir væru ekki svangir. Hendir svo til þeirra heilu lambalæri. Þóttust menn þá vita að hann ætti nægan mat og hurfu á braut. Snorri klifraði þá niður enda átti hann engan mat, lambalærið var hans eini matur. Tókst honum með þessu að blekkja mennina og fara eftir þetta engar sögur af honum.

Hellirinn fékk þó nafnið Snorraríki eða Snorrakriki til heiðurs úrræðagóða sauðaþjófinum.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlunarferðir í Þórsmörk

Skildu eftir svar

Listings

Snorraríki

0