Valmynd leiðarkerfis
Snæfellsjökull

Snæfellsjökull

Snæfellsjökull

Vesturland
  • Erfiðleikastig: 3
  • Vað: Ekkert
  • Næsta þéttbýli: Hellissandur
  • Hækkun: Um 1400m.
  • Samgöngur: Áætlun eða einkabíll
  • Flokkur:

Í dag er mun erfiðara að lýsa leið á Snæfellsjökul en áður þar sem snjóalög hafa breyst mikið síðasta áratuginn. Tvær leiðir eru þó algengastar. Annarsvegar að aka upp með Stapafelli og langleiðina á Jökulsháls. Oft alla leið að bækistöð snjósleðaferða sem á jökulinn fara. Hinsvegar að ganga upp frá Eyvindardal en það er lengri og erfiðari leið.

Hér er mælt með fyrri leiðinni en taka bera fram að ferilinn sem hér fylgir er nokkura ára gamall og miðast við aðstæður þá. Hann ætti þó að vera hægt að nota til viðmiðunar.

Sem fyrr sagði er ekið upp slóðann meðfram Stapafelli og langleiðina upp á Jökulhálsinn. Hann er ekki alltaf greiðfær, jafnvel ekki fólksbílafær. Áður en lagt er í gönguna er skynsamlegt að klæða sig í sigbeltið og gera línuna klára en enginn ætti að fara á jökul án þess. Einnig er skynsamlegt að hafa brodda og exi með í för.

Leiðin er ekki löng né mjög brött. Þegar upp komið blasa við þrjár „þúfur“ oftast kallaðar Jökulþúfur. Sú miðjunni heitir Miðþúfa og er hæst 1.446 m.y.s. Síðustu sumrin hafa þær stundum verið snjólausar að hluta en alla jafna þarf brodda og axir til að komast þar upp.

Snæfellsjökull hefur ætíð verið sveipaður dulúð og margar sögur spunnist um hann. Fyrst ber að nefna Bárð Snæfellsás sem gekk í jökulinn enda ættaður af tröllum og risum. Jules Verna skrifaði eina sögu sína um jökulinn sem seinna var gerð skil í kvikmynd þar sem Brendan Fraser og Aníta Briem léku aðalhlutverkin.

Snæfellsjökull er virkt eldfjall en síðast gaus þar fyrir um 1.800 árum.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlun eða einkabíll

Skildu eftir svar

Listings

Snæfellsjökull

0