Valmynd leiðarkerfis
Rjúpnafell

Rjúpnafell

Rjúpnafell

Suðurland
  • Erfiðleikastig: 2
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Hvolsvöllur
  • Hækkun: Um 550m.
  • Samgöngur: Áætlun í Langadal/Húsadal
  • Flokkur: ,

Skemmtileg gönguleið í gegnum skóglendi og aflíðandi hlíðar að fellinu og brattur toppur þar sem fara þarf varlega.

Rjúpnafell krefst nokkurar göngu frá Húsadal og Langadal í Þórsmörk en best er að ganga upp Slyppugil í Tindfjallagili og síðan upp suðvesturöxl fellsins. Síðustu 150 metrarnir eru ansi brattir og ekki fyrir þá sem eru lofthræddir. Einnig er æskilegt að það sé þurrt þar sem að fjallið getur verið hált í bleytu.

Rjúpnafell er allbratt og gróið og tiltölulega auðvelt uppgöngu en þaðan er frábært útsýni á góðum degi. Upplagt er að klára gönguna með því að ganga út með Stanganefi  þar sem útsýnið er stórfenglegt yfir Krossár farveginn.

Í framhaldinu er farinn fallegur rjóðurstígur sem liggur niður Stórenda og endar við skála Ferðafélags Íslands í Langadal.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Rangárþingi eystra
Útgefandi: Katla jarðvangur
Vefsíða: www.katlageopark.is

Mjög greinilegur „sikk-sakk“ stígur er upp á Rjúpnafellið sem auðveldar mjög gönguna í annars bröttu fjallinu. Rjúpnafell er staðsett í svokölluðum Almenningum og leiðin á fjallið er ein af vinsælli lengri gönguleiðum í Þórsmörk.

 

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlun í Langadal/Húsadal

Skildu eftir svar

Listings

Rjúpnafell

0