Valmynd leiðarkerfis
Pétursey

Pétursey

Pétursey

Suðurland
  • Erfiðleikastig: 2
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Vík í Mýrdal
  • Hækkun: Um 270m.
  • Samgöngur: Áætlunarferðir á Vík
  • Flokkur: ,

Fín gönguleið á skemmtilegt fjall þar sem fæst ágætis útsýni yfir nærsveitir og fjöll sunnan Mýrdalsjökuls. Við ökum inn vestari afrein vegs nr. 219 og eftir um það bil 700 metra sést einmana en þokkalega stórt tré við fjallshlíðina. Ofan við það tré má sjá grasbrekku sem nær því sem næst upp á topp. Eftir henni göngum við. Efst í fjallinu er smá brölt í klettum en sé farið varlega ætti það að ganga.

Pétursey var áður nefnd Eyjan há sem gæti bent til þess að þá hafi hún verið umflotin sjó. Þetta rúmlega 270 metra háa móbergsfjall stendur alveg stakt rétt austan við Sólheimasand sunnan Mýrdalsjökuls. Við fyrstu sýn er ekki árennilegt að ganga á það því snarbrattir klettar þekja næstum allan fjallahringinn. En á norðvesturhorninu er smuga sem við nýtum okkur til uppgöngu.

Ekki gleyma að keyra hringinn um Pétursey, bæði er gaman að skoða hana frá öllum hliðum en einnig er sérstakur hóll beint sunnan við hana. Það er Eyjarhóll, gamall gígtappi úr blágrýti sem talinn er hafa myndast á hafsbotni.

Gamlar sagnir segja frá því að í klettum og hólum í Pétursey búi huldufólk um allt fjall. Austan og sunnan í fjallinu á að búa gott huldufólk sem engum mennskum manni vill gera mein. En norðan og vestan í fjallinu á að búa vont fólk og heiðið.

Eftir að við komum upp á fjallið er ágætt að rölta til norðurs á hæsta hólinn sem er jafnframt hæsti tindur fjallsins, 274 m.y.s.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlunarferðir á Vík

Skildu eftir svar

Listings

Pétursey

0