Valmynd leiðarkerfis
Partur í Hallormsstaðaskógi

Partur í Hallormsstaðaskógi

Partur í Hallormsstaðaskógi

Austurland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Egilsstaðir
  • Hækkun: Um 5m.
  • Samgöngur: Einkabíll frá Egilsstöðum
  • Flokkur: ,

Svæðið milli Hafursár og Borgargerðislækjar nefnist Partur. Gangan hefst ofan þjóðvegar við Hafursá. Komið er upp á mallborinn skógarveg með hvítgrenilund á hægri hönd, mikið er af sjálfssánum reynivið í jaðri skógarins.

Gengið er upp undir raflínu og inn með henni, þar er beygt til vinstri gegnum lerkigróðursetningu og áfram með rauðgreni á hægri hönd og sitkagreni á vinstri, upp meðfram stafafurulundi frá 1963 og komið er að vegamótum. Þar haldið til vinstri út að áningarstöðum með útsýni niður í Hafursárgil, út yfir Hafursárskóg og norður yfir Lagarfljót.

Frá útsýnis- og áningastöðunum er haldið áfram inn skóginn þar til komið er á malborinn skógarveg, haldið er til hægri niður á við og komið að lundi með evrópulerki frá Sviss, fræinu afnað í 1.850 m. hæð. Neðan við evrópulerkið er fallegur hvammur, þar er góður áningastaður.

Leiðin liggur nú niður á við, sjá má síberíulerki frá 1959 á hægri hönd og norskt rauðgreni frá 1958 á vinstri hönd. Beygt er til vinstri út af malborna skógarveginum og haldið niður undir þjóðveg ofan Langasands. Þar er haldið til hægri og gengið út ofan þjóðvegar og komið inn á upphafsleiðina, þá til vinstri niður að þjóðvegi þar sem gangan hófst.

Fylgið stikum með gulum lit.

Ofangreind heimild: Hallormsstaðakógur, gönguleiðir
Útgefandi: Skógrækt ríksins
Vefsíða: www.skogur.is

 

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíll frá Egilsstöðum

Skildu eftir svar

Listings

Partur í Hallormsstaðaskógi

0