Valmynd leiðarkerfis
Ljótipollur

Ljótipollur

Ljótipollur

Hálendið
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Hella
  • Samgöngur: Áætlunarferðir að sumarlagi í Laugar
  • Flokkur: ,

Fáfarin en skemmtileg gönguleið. Ekki láta duga að keyra upp og horfa, töltum hring. Leiðin er einföld, við göngum til norðurs og svo höldum við hæð og göngum hringinn í kring um þennan fallega Ljótapoll.

Skemmtilegt útsýni opnast fyrir okkur, meðal annars yfir Tungná, Blautuver og víðar. Séum við svo heppin að fá á okkur fjölbreytt veðurfar ætti að gefa gætur að litbrigðum í gígnum en veðurfar og birta geta spilað heila náttúrusínfóníu á þessum fallega stað.

Ljótipollur er syðsti gígurinn í Veiðivatna goskerfinu og telst vera sprengigígur. Líklega er vonlaust að gera sér í hugarlund þá sprengingu. Vatnið í botninum er afar djúpt og eins merkilegt og það er má þar finna urriða þrátt fyrir að þarna finnist hvorki að- né frárennsli.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlunarferðir að sumarlagi í Laugar

Skildu eftir svar

Listings

Ljótipollur

0