Valmynd leiðarkerfis
Hveradalahringur (neðri)

Hveradalahringur (neðri)

Hveradalahringur (neðri)

Hálendið
  • Erfiðleikastig: 2
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Laugarvatn
  • Hækkun: Um 60m.
  • Samgöngur: Áætlunarferðir á sumrin
  • Flokkur: ,

Ótrúlegir litir, ótrúlega ósnert umhverfi og því eðlilega ótrúleg gönguleið. Lagt á bílastæði og þaðan gengið um Neðri Hveradali um merkta gönguleið um svæðið og svo aftur að bílastæðinu.

Kerlingarfjöll eru glæsilegur fjallgarður sem rís yfir nágrennið. Hæstu fjöll þar eru Snækollur (1.490 m.y.s.), Fannborg(1.450 m.y.s) og Snót og Loðmundur (1.420 m.y.s.). Þarna er töluverð eldvirkni og bera fjöllin þess merki, eru rík af líparíti (rhyoliti) og er rauður litur svolítið afgerandi. Svæðið hentar einstaklega vel til útivistar og það besta er að mannmergð er ekki svo mikil.

Hveradalir, efri og neðri eru náttúruundur sem maður bara horfir á og segir VÁ. Litirnir, fjölbreytileikinn, umhverfið, allt er þetta með ólíkindum og þegar maður stendur upp á vegi og horfir yfir veltir maður fyrir sér hvernig litapalletta skaparans hafi verið samsett þann dag sem hann skapaði þetta svæði.

Í Kerlingarfjöllum er hálendismiðstöð, tjaldsvæði, veitingar og fleira.

Rétt er að taka fram að svæðið er viðkvæmt og öllum því skylt að fara með mikilli gát.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlunarferðir á sumrin

Skildu eftir svar

Listings

Hveradalahringur (neðri)

0