Valmynd leiðarkerfis
Hólavogur – Klofningsrétt

Hólavogur – Klofningsrétt

Hólavogur – Klofningsrétt

Vesturland

Dásamleg gönguleið í afar fjölbreyttu en nokkuð þægilegu göngulandslagi. Hraun, fjara, mosi, grónar kindagötur og gamlar minjar. Hvað meira er hægt að biðja um ? Við hefjum gönguna niðri við Hólavog en þar er bílastæði. Fyrsti leggurinn liggur neðan við Hólahóla en mjög fljótt komum við að hrauni. Athugið að stígurinn skiptist tvisvar í tvennt við upphaf gönguleiðar. Fyrst veljum við hægri en svo vinstri en þetta er á fyrstu 50 metrununum. Við eltum svo ágætis stíg sem er þokkalega stikaður að réttinni.

Fyrsti hluti leiðarinnar er lokahluti gönguleiðarinnar um Hólahóla en þá göngum við um úfið hraun þar sem sjá má hlaðna veggi og aðrar minjar um forna búsetu. Líklegra er að þarna hafi verið litlar fjárgirðingar eða fiskbyrgi heldur en þurrabúðir. Við höldum okkur svo til vinstri þegar við komum úr hrauninu en sjáum að annar stígur liggur til hægri og sjáum jafnvel glitta í tóttirnar af Hólahólum, gömlu stórbýli staðarins.

Slóðinn liggur að mestu leyti á grónu landi meðfram fjörubakkanum þar sem oft má sjá fjölbreytt úrval þess sem sjórinn hefur kastað á land. Við komum svo fljótlega að Litla Lóni þar sem búið var áður fyrr og er talið að þar hafi Halldór Laxnes dvalið í einni af mörgum ferðum sínum um landið.

Áfram liggur leiðin að Klofningsrétt. Við göngum svo sömu leið til baka og verður að segjast að einhvern er leiðin allt öðruvísi. Annar kostur er að fórnfús bílstjóri sé mættur til að sækja okkur við réttina. Vegalengd og tími miðast þó við að gengið sé fram og til baka.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíll

Skildu eftir svar

Listings

Hólavogur – Klofningsrétt

0