Valmynd leiðarkerfis
Hamragarðaheiði

Hamragarðaheiði

Hamragarðaheiði

Suðurland
  • Erfiðleikastig: 2
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Hvolsvöllur
  • Hækkun: Um 480m.
  • Samgöngur: Áætlun að Seljalandsfossi
  • Flokkur:

Gengið er upp frá Hamragörðum og upp á Hamragarðaheiði, að grjótnámunum sem urðu til við gerð vegar í Landeyjarhöfn.

Hægt er að keya upp á heiðina og styttist þá gönguleiðin um 5 – 6 km. Frá námunni er gengið í austur og komið fram á brún Eyjafjalla fyrir ofan bæinn Hvamm. Sést þar vel yfir Vestmannaeyjarnar þar sem þær liggja í vari stutt frá landi og einnig sjást blómlegir bæir og grösug lönd þeirra Vestur-Eyfellinga.

Þaðan er gengið upp fyrir fjallið Smyril og komið aftur fram á brún fyrir ofan Núp og þar er einnig komið gott útsýni austur í Mýrdal. Enn er gengið í austur að Írá og Írárfossum og gengið niður fyrir brúnir eftir kindagötum.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Rangárþingi eystra
Útgefandi: Katla Jarðvangur
Vefsíða: www.katlageopark.is

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlun að Seljalandsfossi

Skildu eftir svar

Listings

Hamragarðaheiði

0