Valmynd leiðarkerfis
Fiskbyrgi

Fiskbyrgi

Fiskbyrgi

Vesturland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Hellissandur
  • Hækkun: Um 1m.
  • Samgöngur: Áætlunarferðir að sumri og vetri.
  • Flokkur: ,

Svo stutt leið að það er á mörkum þess að hægt sé að kalla þetta gönguleið. Hinsvegar eru þetta svo magnaðar minjar og að þeim þarf að labba svo við setjum þetta hér inn. Lagt er á litlu bílastæði næstum beint á móti Gufuskálum. Þaðan er stikaður slóði yfir í hraunjaðarinn þar sem Fiskbyrgi eru og við förum svo sömu leið til baka.

Hér er um að ræða fiskhjalla eða Fiskbyrgi eins og þau heita sem notuð voru til að þurrka fisk þegar útræði var frá Gufuskálum. Við göngum út í hraunið og fylgjum stígnum upp á hraunjaðarinn til hægri. Þar blasir við fyrsta byrgið, skemmtilegt að sjá. En er við reisum okkur upp og horfum í kring um okkur yfir Bæjarhraunið er eins og við séum í ævintýramynd eftir Spielberg. Tugir fiskibyrgja blasa við af ýmsum stærðum og í ýmsu ástandi. Hér og þar um hraunið má sjá byrgin upp á hraunhólum. Þetta er magnað að sjá.

Samkvæmt rannsókn sem gerð var fyrir nokkrum árum voru talin hér rúmlega 150 byrgi sem bendir til þess að mikil vinnsla hafi verið á hertum fiski. Ekki voru þau þó öll í notkun á sama tíma og eru misilla eða vel farin, sum jafnvel næstum horfin. Erfitt reyndist í sömu rannsókn að aldursgreina byrgin enda hlaðin úr grjóti úr sama hrauninu.

En við dundum okkur við að skoða byrgin, förum þó varlega og röskum hvorki minjum né gróðri. Höldum svo sömu leið til baka.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlunarferðir að sumri og vetri.

Skildu eftir svar

Listings

Fiskbyrgi

0