Valmynd leiðarkerfis
Umhverfis Bessastaðatjörn

Umhverfis Bessastaðatjörn

Umhverfis Bessastaðatjörn

Höfuðborgarsvæðið

Ganga okkar hefst við óformlegt bílastæði við Kasthúsatjörn. Ekið er eftir Norðurnesvegi til að komast þangað. Við göngum svo beint í norðaustur eftir malarstíg. Við förum framhjá húsagötu og komum þá á malarveg sem við fylgjum í sveig meðfram Seylunni. Við erum þá með Bessastaðatjörn á hægri hönd og sjó á þá vinstri.

Líklegt er að sjór eigi eftir að brjóta þetta mjóa eiði sameinast tjörninni nema til ráðstafana verði gripið. þegar komið er á Bessastaðanes er strikið tekið svotil beint í suðaustur. Ógætlega greinilegur slóði er sem svo breytist í gamlan akveg. Við eltum þann akveg svo að Bessastöðum og fylgjum vegum aftur að Kasthúsatjörn.

Gott er að hafa með sér sjónauka þegar þessi leið er gengin. Fuglalíf er mikið og gildir þá einu hvort við horfum til lands eða sjávar. Séum við á göngu hér í lok apríl, byrjun maí er líklegt að hundruðir Margæsa sitji á túnum við Bessastaði. En við Kasthúsatjörn er fræðsluskilti um fugla á svæðinu sem vert er að stöðva við. Gangan er svo tíðindalaus þar til við komum á malarveg og sjáum akveg til hægri, við Jörfa. Í um 100 metra fjarlægð blasir við okkur lítill hlaðinn turn. Þetta eru leifar af Brightoncamp sem hér stóð á stríðsárunum. Líklegt má telja að varðstaða þarna hafi verið frekar köld og einmanaleg.

Við sjáum nú hilla undir Bessastaðatjörn á hægri hönd en hún var aðskilin frá sjó með landfyllingu um miðja síðustu öld. Við göngum meðfram Seilunni en hún kom við sögu í Tyrkjaránum okkar Íslendinga. Hingað inn siglu tvö skip árið 1627 eftir gripdeildir í Grindavík. Þá var danskt yfirvald á Bessastöðum sem þorði sig hvergi að hreyfa. Síðar á þeirri öld var byggt virki á Bessastaðanesi sem fjármagnað var með sérstökum skatti á landsmenn.

Við göngum nú yfir á Bessastaðanes. Höfum þó í huga að þar er ekki heimilt að ganga meðan æðvarvarp á sér stað. Yst á nesinu er Skansinn en við hann er kenndur Ólafur Eyjólfsson. Oftar nefndur Óli Skans en vísuna um hann þekkja flestir íslendingar.

Við fylgjum greinilegum slóða eftir Bessastaðanesi í átt að Bessastöðum. Sá staður á sér sérstakan stað í huga íslendingar enda býr þar þjóðkjörinn forseti landsins hverju sinni. Það er þó ekki lengra síðan en 1941 sem staðurinn komst í eigu þjóðarinnar. Var það Sigurður Jónsson forstjóri sem gaf Bessastaði íslensku þjóðinni.

Við fylgjum svo Bessastaðavegi að hringtorginu og stígum aftur að Kasthúsatjörn.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Strætisvagnar

Skildu eftir svar

Listings

Umhverfis Bessastaðatjörn

0