Valmynd leiðarkerfis
Tumastaðaskógur

Tumastaðaskógur

Tumastaðaskógur

Suðurland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Hvolsvöllur
  • Hækkun: Um 1m.
  • Samgöngur: Einkabíllinn
  • Flokkur: ,

Tunguskógur og Tumastaðir eru í Fljótshlíð, um 9 km. frá Hvolsvelli. Þetta er vinsæll útivistarstaður í Rangárþingi eystra. Hér hafa heimamenn ræktað upp allmikið skóglendi, lagt þar göngustíga og komið fyrir borðum og bekkjum. Þarna er fallegt umhverfi, skjólsamt og mikið fuglalíf. Hægt er að velja um mislangar gönguferðir en á svæðinu er kort af hinum ýmsu gönguleiðum á þremur stöðum við skógarjaðarinn.

Skógrækt ríkisins hóf rekstur gróðrarstöðvar á Tumastöðum árið 1944 og sveitungar hófu skógrækt í brekkunum í Tungulandi, sem er samliggjandi Tumastöðum árið 1951. Upp úr 1980 hóf hreppurinn stígalagningu í Tunguskógi og fékk meðal annars jarðýtu til að leggja aðalstíginn í brekkunni. Síðan hefur smám saman bæst við stígana og unnið hefur verið þar að grisjun í skóginum.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Rangárþingi eystra
Útgefandi: Katla jarðvangur
Vefsíða: www.katlageopark.is

 
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn

Skildu eftir svar

Listings

Tumastaðaskógur

0