Valmynd leiðarkerfis
Tindfjöll

Tindfjöll

Tindfjöll

Suðurland

Frekar erfið og löng jöklaganga. Tindfjöll eru fjallaröð með mörgum tindum og heitir sá mesti þeirra einfaldlega Tindur (1.251 m.y.s.). Þó að Tindfjallajökull sé með minnstu jöklum landsins er hann á risastórum gíg, um það bil 7 – 10 km. í þvermáli sem hefur myndast við mikið sprengigos.

Fljótshlíðarvegurinn (261) er keyrður til enda en lagt er af stað upp frá Fljótsdal sem er innsti bær í Fljótshlíð. Þar er ágætur jeppavegur fyrir vel búna bíla upp að Tindfjöllum. Gott er að leggja af stað snemma dags því þá er snjórinn harðari og betri yfirferðar en um miðjan dag þegar sólbráð hefur mýkt allt.

Í um 800-900 meta hæð eru þrír fjallaskálar og umhverfis þá eru góð skíðalönd og gönguleiðir í kring.

Jökullinn er frekar auðveldur yfirferðar, ekki mikið um sprungur. Þó geta verið þar varasamar snjóhengjur, veðrátta mjög breytileg og þokan er fljót að skella á. Einnig ber að varast að ef snjór er nýfallinn má búast við snjóbyl með stuttum fyrirvara.

Ýmir er hæstur tinda, 1262 m. og Ýma er 1.448 m. Ýma er aðeins austar en Ýmir en þessir tveir tindar eru samstofna tindar með skarð á mili.

Útsýni er mjög gott af þessum tindum yfir á Mýrdalsjökul, Eyjafjallajökul og Þórsmörk, Markarfljótsgljúfur, Lifrarfjöll, Einhyrning, Hitagilsbrúnir, Kerið og Fauskheiði.

Vestan í jöklinum er dalur mikill er nefnist Austurdalur. Er jökulinn sprunginn og hættulegur þar sem hann fellur niður í dalinn.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Rangárþingi eystra
Útgefandi: Katla jarðvangur
Vefsíða: www.katlageopark.is

Hæglega má skipta göngu um Tindfjöll niður á 2 – 3 daga, sérstaklega að vetrarlagi. Þannig má gista í skála Flugbjörgunarsveitarinnar eða Ísalp. Fara þaðan ferðir á Ými, Ýmu, Tindinn eða aðra staði. k
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn

Skildu eftir svar

Listings

Tindfjöll

0