Valmynd leiðarkerfis
Strákagil

Strákagil

Strákagil

Hálendið, Suðurland

Sannkallað ævintýraland fyrir börn á öllum aldri. Á þennan hátt mætti vel lýsa Strákagili sem er rétt austan við aðstöðu Útivistar i Básum á Goðalandi. Gengið er frá skálunum fyrir Bólfell eftir mjög greinilegum stíg. Skilti vísa líka leiðina en þessi fyrsti spotti er einnig leið þeirra sem fara á Fimmvörðuháls. Þegar komið er framhjá Bólfelli blasir við fallegur höfði, klettur í mynni Strákagils og kallast sá Fálkahöfuð. Stígurinn liggur svo áfram inn gilið. Þar er gengið í rólegheitum og svo farin sama leið tilbaka.

Ef börn eru með í för þegar Básar eru heimsóttir má segja að heimsókn í Strákagil sé skylda. Leikvöllur náttúrunnar væri réttnefni því þarna geta börn, já og fullorðnir unað tímunum saman. Skemmtilegt er að ganga inn í botn gilsins. Þar fyrir ofan gnæfir heiðarhorn, nyrsti hluti Morinsheiðar. Á leiðinni inn í gilið rekumst við á leifar af gamalli rétt og rústir af gangnamannakofa. Sá var kallaður Strákagilsból.

Gilið er mikil og falleg náttúrusmíð. Klettastrýtur, fjölbreyttur gróður og lækurinn sem þarna rennur sameinast um að mynda hálfgert ævintýraland. Það má því segja að því hægar sem þessi gönguleið er gengin því betra. Markmiðið er að njóta, horfa og upplifa.

Í einhverjum tilfellum kjósa þeir sem leið eiga á eða eru að koma af Fimmvörðuhálsi að labba um gilið. Því má þar finna slóða upp úr gilinu, upp á Kattarhryggi en þeim virðist ekki haldið við. Er það vel því það er  lýti að sjá gilið skorið af stígum hér og þar.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlun í Bása

Skildu eftir svar

Listings

Strákagil

0