Valmynd leiðarkerfis
Öndverðarnes – Gufuskálar

Öndverðarnes – Gufuskálar

Öndverðarnes – Gufuskálar

Vesturland

Ansi hreint fjölbreytt og skemmtileg gönguleið. Eini gallinn á henni er sá að upphafs- og endastaður er ekki sá sami svo skipuleggja þarf gönguna með það í huga. Gangan hefst á vestasta odda Snæfellsnes og þaðan eltum við slóða sem er víða stikaður en ekki alls staðar að Gufuskálum.

Í stuttu máli má segja að við reynum að halda okkur næst ströndinni og oftast má finna fínar kindagötur til að fylgja. Um 20 mín eftir að gangan hefst, rétt eftir að við förum fram hjá lítill vík með miklu af rekaviði og fleira úr sjónum liggur slóðin eftir vörðum í gegn um hraunið. Sá er þetta skrifar mælir frekar með því að elta kindagötur meðfram sjónum.

Á Öndverðarnesi var mikil útgerð og fjöldi þurrabúða en síðast var búið þar árið 1945. Upplagt er að hefja gönguna á því að ganga aðeins um svæðið í kring um vitann. Þar má meðal annars finna brunninn Fálka, niður að honum liggja 16 tröppur. Ef trúa á sögum þá voru þar í eina tíð þrjár lindir, ein með fersku vatni, ein með ölkelduvatni og ein með söltu vatni.

Af hlöðnum minjum og ummerkjum má sjá að hér hefur verið mikið mannlíf. Við höldum nú í gönguna og eltum þokkalega greinilegan slóða sem er stikaður að hluta en einnig má finna vörður. Við mælum þó með því að halda sig sem næst sjónum og elta kindagötur. Fljótlega komum við að skemmtilegri vík þar sem sjórinn hefur kastað upp rekavið, baujum og ýmsu fleira dóti. Skemmtileg andstaða við kolsvart hraunið sem skriðið hefur niður að sjónum.

Klettarnir niður að sjónum eru víða snarbrattir en eigi að síður freistar að kíkja fram af. Þá sjáum við sandborinn botninn speglast í grænum og bláum sjónum. Það er engu líkara en við séum komin til sólarstranda. Skýringin er rétt handan við hornið en þar komum við Skarðsvík.

 
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíll

Skildu eftir svar

Listings

Öndverðarnes – Gufuskálar

0