Valmynd leiðarkerfis
Námafjall

Námafjall

Námafjall

Norðurland

Þessi leið okkar hefst í miðju Námskarði en þar hoppum við út úr bílnum og sendum bílstjórann niður að Hverarönd. Við göngum hinsvegar sem leið liggur á fjallið eftir litlum hrygg. Þegar við komum upp göngum við alveg til suðurs og þaðan svo á ská niður að Hverasvæðinu. Athugið að þetta er frekar bratt og hált. Einnig skal gæta þess að spilla ekki jörð og halda sig við þá stíga sem á svæðinu eru.

Ofan af fjallinu er ágætis útsýni, bæði til vesturs yfir Mývatn og nágrenni og eins til austurs, yfir hálendið þar. Næst okkur sjáum við auðvitað Hverarönd, eitt mesta brennisteinshverasvæði landsins. Þar er búið að marka stíga, girða af hveri og er hverjum skylt að fara eftir því.

Fyrir nokkuð hundruð árum auðguðust eigendur Reykjahlíðar mjög á brennisteinsnámi úr fjallinu. Tekur það nafn sitt af námum þeim sem þarna voru og hétu Hlíðarnámur. Brennisteinn var notaður í púður og síðar eignaðist Danakonungur námurnar, líklega um miðja sextándu öld. Voru þar nýttar reglulega fram á miðja 19 öld. Um hundrað árum siðar eða 1939 var  reist verksmiðja í Bjarnarflagi til að vinna brennistein. Gekk hún þó aðeins í nokkur ár.

Árið 1974 var Námafjall og jarðhitasvæðið allt í kring friðlýst.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlunarferðir á Mývatn

Skildu eftir svar

Listings

Námafjall

0