Valmynd leiðarkerfis
Maríuvellir

Maríuvellir

Maríuvellir

Höfuðborgarsvæðið
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Garðabær
  • Hækkun: Um 1m.
  • Samgöngur: Strætisvagnar
  • Flokkur: ,

Notaleg, stutt og upplögð gönguleið ef maður hefur lítinn tíma en vill aðeins losna við borgarstemminguna. Við finnum Sunnuflöt í Garðabæ en það er gatan beint vestan við gömlu skíðabrekkuna. Við enda götunnar er hægt að leggja 3 – 4 bílum án þess að eiga á hættu að trufla íbúa. Við göngum svo meðfram steypugímaldi, hálfköruðu og erum þá kominn á stíginn að Maríuvöllum. Við göngum svo sömu leið til baka.

Það má segja að við göngum við hlið Vífilsstaða alla þessa stuttu leið. Þar bjó fyrstur Vífill, leysingi Ingólfs Arnarsonar. Sá þótti nú í ansi góðu formi. Á hverjum morgni hljóp hann frá Vífilsstöðum upp á Vífilsfell sem kennt er við hann. Þar gáði hann til veðurs og ef honum leist vel á hljóp hann út á Gróttu og sjósetti þar bát sinn.

Vífilsstaðaspítali var svo reistur góðum þúsund árum síðar eða árið 1910. Þar voru berklasjúklingar meðhöndlaðir til ársins 1973 en þá sérhæfði spítalinn sig í öllum öndunarfærasjúkdómum. Frá árinu 2004 hefur þarna verið rekið hjúkrunarheimili.

Þess má einnig geta að á Vífilsstöðum var alllengi stórt kúabú en það lagðist af á áttunda áratug síðasta aldar.

Hægt er að lengja leiðina með því að fara hring um Vífilsstaðavatn eða meðfram Vífilsstaðahlíð og til baka.

 
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Strætisvagnar

Skildu eftir svar

Listings

Maríuvellir

0