Valmynd leiðarkerfis
Laki

Laki

Laki

Hálendið, Suðurland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Kirkjubæjarklaustur
  • Hækkun: Um 200m.
  • Samgöngur: Áætlunarferðir á sumrin
  • Flokkur: ,

Stutt gönguleið á þennan fræga gíg. Vel þess virði því þrátt fyrir að hækkun sé ekki nema rúmir 200 metrar er útsýnið gott. Við skiljum bílinn eftir á stæðinu en þar eru líka upplýsingaskilti og salerni. Slóðin á fjallið er skýr og við því ekki í neinum vandræðum með að fylgja henni. Þegar á toppinn er komið eltum við slóðann áfram niður örlítið sunnar og höfum því gengið lítinn hring.

Á toppnum opnast fyrir útsýni yfir þann undraheim sem þetta svæði er. Til norðurs blasir Skaftá við og Fögrufjöll, handan þeirra er Langisjór sem við sjáum þó ekki. Vatnajökull litlu lengra til hægri. Miklu nær, beint fyrir framan okkur sjáum við í Lambavatn og Kambavatn.

Þar fyrir framan liggur hluti Lagagíga ansi greinilegur og magnaður. Það er erfitt að ímynda sér það ótrúlega sjónarspil sem hér hefur má sjá þegar hér gaus. Í hina áttina má svo sjá nokkra gíga en Laki liggur því sem næst fyrir miðri gígaröðinni sem er alls um 25 km. löng.

Hér gaus árið 1783 og stóð gosið í um 8 mánuði og leiddi af sér mikil harðindi og það víða um heim. Búfé féll í hundruða tali og mengun barst um allan heim, jafnvel alla alla eið til Sýrlands.  Er gosið í Lakagígum talið vera eitt mesta hraungos á sögulegum tíma.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlunarferðir á sumrin

Skildu eftir svar

Listings

Laki

0