Valmynd leiðarkerfis
Hvanngilskrókur

Hvanngilskrókur

Hvanngilskrókur

Hálendið

Skemmtileg ganga, hringur um nágrenni Hvanngils á Laugaveginum. Lagt er í hann frá skálanum í Hvanngili og haldið beint af augum eða til norðausturs. Gengið er inn eftir grasi vöxnu dalverpi og er stígurinn nokkuð augljós.

Stikur eru að einhverju leyti til staðar eða voru að minnsta kosti þegar sá er þetta skrifar gekk þetta síðast. Þegar komið er á enda dalverpisins eða því sem næst beygir stígurinn til hægri upp í skarð á milli Röðuls og Hvanngilshnausa. Þar mætir hann hálfgerðu afbrigði af Strútsstígnum og við verðum að passa okkur að beygja til hægri til suður út hnausana. Leið liggur svo eins og fyrr sagði út eftir hnausunum. Þegar komið er á enda fer slóðin niður brekkurnar að Hvanngili aftur.

Stígurinn er nokkuð augljós svo við þurfum ekki mikið að hafa fyrir rötuninni. Fyrsti leggurinn er marflatur og fljótlega komum við að gömlum, hálfföllnum steinkofa. Við hann liggur skilti er stendur á Gamla-Ból. Þetta er gamall gangnamannakofi en litlar heimildir hefur sá er þetta ritað fundið um notkun hans. Það er því sett í hendur göngumanna að ímynda sér smala, válynd veður eða annað sem vel á við. Frá Gamla-Bóli höldum við lengra inn eftir. Stígurinn beygir nú í austurátt og við göngum upp á hálsinn á milli Röðuls og Hvanngilshnausa.

Við sjáum þá að aðeins ógreinilegri stígur liggur beint áfram en sá er beygir til hægri eftir Hvanngilshnausunum er mun skýrari. Við veljum hann enda hinn stígurinn hluti af Strútsstíg eða afbrigði frá honum. Eftir því sem við hækkum okkur upp á hnausanna verður útsýnið betra og betra.

Framundan blasa jöklarnir þrír, Eyjafjalla-, Mýrdals- og Tindfjallajökull við. Í vesturátt sjáum við Álftavatn og Laufafell litlu lengra. Til austurs má sjá yfir Mælifellssand, jafnvel glitta í Öldufell og Strút aðeins nær. Skemmtilegast er þó að sjá ofan á Hvanngil. Héðan sést bersýnilega hversu skemmtilegt stæði það er fyrir áningu ferðamanna á svæðinu.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíll

Skildu eftir svar

Listings

Hvanngilskrókur

0