Valmynd leiðarkerfis
Hólaskógur

Hólaskógur

Hólaskógur

Norðurland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Sauðárkrókur
  • Hækkun: Um 100m.
  • Samgöngur: Einkabíll
  • Flokkur: ,

Um skóginn ofan við Hóla í Hjaltadal liggja margir stígar enda svæðið ljúft útivistar og göngusvæði. Víða er hægt að leggja upp í göngu um skóginn en algengast er líklega frá anddyri Háskólans á Hólum eða frá tjaldsvæðunum í skóginum.

Hólar í Hjaltadal er líklega einn af þekktari sögustöðum þjóðarinnar og samofinn lífi Norðlendinga í gegn um aldirnar. Voru höfuðstaður Norðlendinga allt frá tólftu öld og fram á síðustu öld. Hugtakið „heim að Hólum“ sýnir þann hug sem Norðlendingar bera til staðarins.

Á Hólum hefur verið rekinn skóli samfellt í fleiri fleiri aldir, líklega sá staður hér á landi með lengsta samfellda skólastarfið. Í dag er þar Háskólinn á Hólum og er lögð áhersla á ferðamál, fiskifræði og hestafræði.

Hólar voru lengi biskupssetur en nú býr þar vígslubiskup. Alls hafa verið hátt í 40 biskupar á Hólum, 23 í kaþólskum sið og 13 í lútherskum sið. Síðasti biskup á Hólum var  Sigurður  Stefánsson sem var biskup 1789 – 1798. Sá biskup sem þekktastur er var Guðbrandur Þorláksson en við hann er kennd Guðbrandsbiblía en á staðnum var umtalsvert prentverk.

Stígarnir í skóginum er nokkuð ágætir og vel merktir. Enda er það svo að stígagerð er hluti af námi ferðamálafræðinema á ári hverju og vinna þeir hluta af náminu með gerð og viðhaldi göngustíga.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíll

Skildu eftir svar

Listings

Hólaskógur

0