Valmynd leiðarkerfis
Foss – Ingjaldshnúkur

Foss – Ingjaldshnúkur

Foss – Ingjaldshnúkur

Suðurland
  • Erfiðleikastig: 2
  • Vað: Ekki svo vitað sé
  • Næsta þéttbýli: Flúðir
  • Samgöngur: Einkabíllinn
  • Flokkur:

Til þess að fara að Ingjaldshnúk eða Háhnúk eins og hann er líka stundum nefndur er farið frá Fossi. Gengið er frá planinu gegnt fossinum.

Farið eftir veginum að fjallsrótum og beint upp fjallið og sjást tjarnir þegar komið er á hábrúnina, en heiðin þar er nefnd eftir þeim og kölluð Tjarnheiði. Gengið er í suðurátt og er girðing á hægri hönd sem gott er að hafa til viðmiðunar.

Af Ingjaldshnúk er víðáttumikið útsýni. Segir sagan að þar hafi lagst út um aldamótin 1600 kona frá Þórarinsstöðum sem hafði gerst sek um að koma fyrir nýfæddu barni sínu. Konan sem hét Valbjörg Arnórsdóttir lagðist því út og dvaldi 40 ár í helli eða holu undir Ingjaldshnúki.

Þessa leið má auðveldlega tengja við aðrar leiðir sem liggja um þetta svæði. T.d. leiðir að Hildarseli eða Kluftum.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Hrunamannahreppi
Útgefandi: Hrunamannahreppur
Vefsíða

 

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn

Skildu eftir svar

Listings

Foss – Ingjaldshnúkur

0