Valmynd leiðarkerfis
Eyjafjarðará, gömlu brýrnar

Eyjafjarðará, gömlu brýrnar

Eyjafjarðará, gömlu brýrnar

Norðurland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Akureyri
  • Samgöngur: Áætlunarferðir á Akureyri
  • Flokkur: ,

Ljúf og skemmtileg gönguleið sem er mikið nýtt af Eyfirðingum sem heilsubótarganga. Hefst við bílastæði við suðurenda flugvallar. Liggur svo suður fyrir völlinn og yfir að Eyjarfjarðarbraut vestri. Góður stígur og merktur. Fín fræðsluskilti á leiðinni.

Lengi vel voru Eyjafjarðarár mikill farartálmi. Gjarnan var farið yfir á svokölluðum Hólmavöðum og var það kallað að fara Vaðlana. Þegar við göngum þarna og horfum yfir ósa ánna er erfitt að ímynda sér að þverun þarna hafi verið auðveld, líklega var svo ekki.

Í dag njótum við hinsvegar svæðisins með því að ganga hér um og fylgjast með fuglalífi sem er mikið. Fuglaskoðunarhús er nyrst í Hólmunum, nálægt sjónum og er það líklega vel nýtt.

Þarna eru helst vaðfuglar en þó einnig eitthvað um sjófugla. Helstu fuglategundir sem þarna sjást eru Stelkur, Tjaldur, Lóa, Spói, Lóuþræll og Sandlóa.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlunarferðir á Akureyri

Skildu eftir svar

Listings

Eyjafjarðará, gömlu brýrnar

0