Valmynd leiðarkerfis
Dimmuborgir – Hverfjall – Jarðböðin

Dimmuborgir – Hverfjall – Jarðböðin

Dimmuborgir – Hverfjall – Jarðböðin

Norðurland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Reykjahlíð
  • Hækkun: Um 100m.
  • Samgöngur: Sérleyfisbílar allan ársins hring.
  • Flokkur: ,

Dásamleg leið sem endar á þann hátt sem allar gönguleiðir eiga að enda, í náttúrubaði. Við hefjum gönguna á bílastæðinu við Dimmuborgir. Eltum góða stíga að Hverfelli en gleymum ekki að njóta undursins Dimmuborga. Förum upp á Hverfell og göngum hálfhring í kring um gíginn. Förum svo niður stíg að bílastæði, þaðan yfir girðingu á tröppum og eltum þokkalega skýran stíg (stikaðan) að Jarðböðunum þar sem leiðinni lýkur.

Dimmuborgir eru auðvitað fyrst og fremst heimili gömlu jólasveinanna eins og allir vita. En jarðfræðingar vilja þó meina að þær hafi myndast þegar Lúdent gaus fyrir um 2.300 árum. Þá rann hraun niður í Mývatn og mynduðust perlur eins og Dimmuborgir, Kálfastrandavoga og fleiri staði.

Hægt er að ganga þrjár leiðir um Dimmuborgir, mislangar en við höldum okkur við leiðina að Hverfjalli. Gefum okkur þó tíma til að skoða þær kynjamyndir sem hér má sjá, dranga, hraunborgir, gatkletta og hella. Líklega er Kirkjan þó þekktust og jafnvel fallegast kynjamyndin sem þarna má sjá.

Stuttur spölur er frá Dimmuborgum að Hverfjalli eða Hverfelli en nánar má lesa um þennan ótrúlega gíg hér. Þegar upp á gíginn er komið göngum við næstum hálfhring, réttsælis og förum niður í átt að bílastæði. Niðurleiðin er líklega vinsælasta gönguleiðin upp á fjallið enda auðveldust. Við hinsvegar prílum yfir lítinn A stiga og höldum síðasta spottann að Jarðböðunum.

Þau voru opnuð árið 2004 á þessum stað en áður var eitthvað um það að heimamenn sem og gestir hafi baðað sig í laugum í Jarðbaðshólum. Allt frá 13 öld eru sögur um baðferðir á þessu svæði en þá vígði Guðmundur biskup góði lítið bað sem síðar var byggt yfir. Árið 1940 var svo byggt yfir bað í hólunum og endurnýjað nokkrum árum síðar. Núverandi jarðböð eru þó manngerð á þann veg að vatnið er leitt úr Bjarnarflagi í lónið.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Sérleyfisbílar allan ársins hring.

Skildu eftir svar

Listings

Dimmuborgir – Hverfjall – Jarðböðin

0