Valmynd leiðarkerfis
Búðará

Búðará

Búðará

Austurland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Reyðarfjörður
  • Hækkun: Um 1m.
  • Samgöngur: Sérleyfisbílar á vetur og sumrin.
  • Flokkur: ,

Gönguleið sem kemur verulega á óvart. Umhverfi árinnar er fallegt og þar hafa verið útbúnir góðir stígar. Við hefjum gönguna við brúna yfir ána á aðalgötu bæjarins. Göngum með ánni í sveig upp að Hernámssafninu og sömuleið til baka.

Hægt er að lengja gönguleiðina en á Búðará eru tvær göngubrýr. Annarsvegar má ganga að Hagahnaus og Búðarmel en hinsvegar yfir á Sjónarhraun og þaðan niður að Teigagerði.

Við ætlum hinsvegar að láta duga hér að tölta í rólegheitum upp með ánni, hægra megin og njóta þessa fallega gils sem áin liggur í. Mikill fjöldi hermanna hafði aðsetur á Reyðarfirði í seinni heimsstyrjöldinni. Má víða finna minjar um þá dvöl hér í firðinum. Í kirkjugarði bæjarins hvíla nokkrir hermenn og er þeirra minnst reglulega með viðhöfn. Stríðsminjasafnið gefur góða mynd af þessum tíma og hafi göngumenn ekki heimsótt það ættu þeir að gera slíkt.

Búðará dregur nafn sitt af bænum sem í raun nefnist Búðareyri þó í daglegu tali sé hann aldrei kallaður annað en Reyðarfjörður. Áin var virkjuð í Svínadal árið 1930 og var þar reist ágætlega stór rafveita.

Við okkur ætti hinsvegar fljótlega að blasa lítill en fallegur foss í þann mund sem stígurinn beygir með ánni. Þá sjáum við til safnsins og göngum þangað og sömu leið tilbaka. Ef til vill með viðdvöl í safninu.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Sérleyfisbílar á vetur og sumrin.

Skildu eftir svar

Listings

Búðará

0