Valmynd leiðarkerfis
Brúnavík – Breiðavík um Súluskarð

Brúnavík – Breiðavík um Súluskarð

Brúnavík – Breiðavík um Súluskarð

Austurland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Borgarfjörður eystri
  • Hækkun: Um 380m.
  • Samgöngur: Einkabíllinn
  • Flokkur: ,

Fremur létt gönguleið. Var algeng gönguleið fyrr á árum. Gengið er um gróið land og mela. Leiðin liggur meðfram Súlutindi, yfir Súluskarð, þaðan þvert yfir Kjólsvík og yfir Kjólsvíkurvarp til Breiðuvíkur.

Breiðavík er landsnámsjörð. Þar segir Landnáma að Þórir Lína hafi numið land. Fyrir botni víkurinnar er breiður sandur og þar fellur Stóraá (víkurá) til sjávar. Hún skilur að miklu leyti að jarðirnar Breiðuvík og Litluvík (Litlu-Breiðuvík) sem er sunnan árinnar. Litlavík fór í eyði árið 1945. Skammt frá sjó norðan megin í víkinn stóð Breiðavíkurbærinn. Þar var löngum tvíbýlt en byggð þar lagðist af 1943.

Breiðavík var eftirsótt jörð vegna mikils landrýmis og landkosta en slæm lendingarskilyrði þóttu þó mikill löstur. Þá er einnig þokugjarnara í Breiðuvík en í Borgarfirði. Víkin er vel gróin og litskrúðug líparítfjöll skapa ákaflega sérstaka fjallasýn. Landeigendur og Björgunarsveitin Sveinungi á Borgarfirði reistu þar neyðarskýli á níunda áratugnum og sumarið 1998 reisti Ferðafélag Fljótsdalshéraðs þar gistiskála fyrir rúmlega 30 manns.

Heimild: Gönguleiðir á Víknaslóðum.
Útgefandi: Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystri o.fl.
Vefsíða.

Þess má geta að fjaran í Breiðavík er ævintýraland barna á öllum aldri. Þar má dunda sér tímunum saman við að skoða rekavið, skeljar, leifar fugla og ekki síður lifandi fugla og önnur dýr. Góð leið er að dvelja í skálanum í Breiðavík og aka, ganga þaðan um svæðið.

Þessa leið má ganga fram og tilbaka og hefur vefstjóri reynt það með tveimur ungum börnum. Einnig má tengja við hana leið um Brúnuvík yfir í Borgarfjörð, sjá hér eða leið um Hofstrandarskarð í Borgarfjörð, sjá hér.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn

Skildu eftir svar

Listings

Brúnavík – Breiðavík um Súluskarð

0