Valmynd leiðarkerfis
Á skáldaslóð

Á skáldaslóð

Á skáldaslóð

Höfuðborgarsvæðið
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Mosfellsbær
  • Hækkun: Um 1m.
  • Samgöngur: www.straeto.is
  • Flokkur: ,

Mjög auðveld og þægileg gönguleið enda öll á malbikuðum stíg. Gengið er frá skátaheimili í Mosfellsbæ sem er rétt suðaustan við íþróttahúsið. Farið undir Vesturlandsveg og eftir stíg til norðurs. Gengið meðfram Helgafelli og inn Mosfellsdal að Gljúfrasteini. Þar má taka strætó til baka eins og við gerum eða ganga sömu leið til baka.

Einhvers staðar var þessi gönguleið nefnd Á skáldaslóð og er sá titill fenginn að láni hér. Þetta er fín kvöldganga, nú eða ef fólk vill skokka,hjóla eða ganga rösklega sér til heilsubótar. Við ökum inn í Mosfellsbæ við N1 og beygjum strax niður brekkuna til hægri og ökum alveg niður. Þar má leggja við skátaheimilið nú eða við íþróttamiðstöðin þar sem fá má göngukort.

Fljótlega eftir að við komum inn á Þingvallaveg sjáum við leifar af mannvirkjum í hlíðinni upp að Helgafelli. Þetta eru mannvirki frá síðari heimsstyrjöldinni, vatnstankar. Þeir voru notaðir til að dæla vatni í sjúkrahús sem þarna var og hét Helgafell hospital.

Í Mosfellsdal er töluverð og fjölbreytt byggð. Þar eru skógræktarstöðvar, geymslur Almannavarna, íbúðarhús, meðferðarheimili, kirkja og auðvitað Gljúfrasteinn, heimili nóbelsskáldsins, Halldórs Laxness.

Húsið var reist árið 1945 og vildi Laxness að það yrði sveitalegt í útliti. Þótti þó töluvert sérstakt í sveitinni að bílskúr var reistur við húsið. Ekki síður þótti það sérstakt þegar sundlaug var byggð þar fimmtán árum síðar. Halldór fór oft í gönguferðir um dalinn og þá sérstaklega meðfram Kaldakvísl.

Okkar leið lýkur við strætóskýlið rétt vestan við Gljúfrastein en upplagt er að nýta ferðina og heimsækja safn Halldórs en allar upplýsingar um það má sjá hér.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: www.straeto.is

Skildu eftir svar

Listings

Á skáldaslóð

0