Finndu gönguleiðina þína

Þú getur stýrt leitinni með því að breyta stillingunum hér að neðan.

Vesturland     Vestfirðir     Norðurland     Austurland     Suðurland    
Reykjanes     Höfuðborgarsvæðið     Hálendið    
1     2     3    
Styttri ferðir     Fjölskyldan     Dagsferðir     Lengri ferðir     Helgarferðir     Fjallgöngur    
Vetur     Vor     Sumar     Haust    

Hvítserkur

Eitt af fallegri fjöllum landsins og nokkuð skemmtilegt til göngu. Áður en gangan hefst þarf þó að aka frá Borgafirði Eystra um fjallvegi að Hvítserk og til þess þarf jeppa eða góðan fjórhjóladrifin bíl. Hvítserkur dregur nafn sitt af lit fjallsins en meginefni þess er ljós líparítgjóska en dökkir berggangar liggja um fjallið þvers og […]

Hafursey

Skemmtileg gönguleið á „eyju“ með góð útsýni þá sérstaklega hafi fólk áhuga á eldsumbrotum og jarðfræði Kötlusvæðisins. Hafursey er ein af nokkrum landföstum eyjum ef svo má að orði komast. Dyrhólaey, Pétursey og Hafursey rísa allar upp frá umhverfi sínu sem eyjar og hafa líklega hlotið nöfn sín af því. Hafursey er nokkuð stór um […]

Dyrfjöll

Mjög krefjandi en stórkostleg gönguleið sem launar göngumönnum með miklu útsýni. Ekki leið nema fyrir vant fólk. Dyrfjöll taka nafn sitt af „Dyrum“ eða skarði í miðjum fjallgarðinum sem er með þeim tignarlegri hér á landi. Fjallgarðurinn eru leifar af 11 – 12 milljón ára megineldstöð. Gangan hefst stutt frá bænum Jökulsá við Bakkagerði, Borgarfjörð […]

Þríhyrningur

Skemmtilegt og nokkuð fáfarið fjall í nágrenni Hvolsvallar. Ekki mikil hækkun og hentar því flestum sem fá að launum fallegt útsýni yfir Suðurlandsundirlendi. Best er að aka inn í Fljótshlíð, í gegn um Tumastaðaskóg í átt að Þríhyrningi. Haldið er framhjá bæjunum Tungu og Vatnsdal inn í Engidal að ánni Fiská. Þar er upplagt að […]

Umhverfis Helgafell

Margir hafa gengið á Helgafell í Hafnarfirði en það er alls ekkert síðra að ganga hringinn umhverfis þetta tignarlega fjall. Leiðin hefst við bílastæðið ofan við Kaldársel og endar á sama stað. Farið er eftir stígnum í átt að Helgafelli og alla leið þar sem hann liggur Valahnúkaskarð. Að öllu jöfnu mundum við byrja að […]

Remundargil

Um einnar klukkustundar gönguleið eftir frábæru gili þar sem landslag gilsins líkist helst ævintýralandi sé fólk með augun opin. Ekið er úr Þakgili og þegar komið er út að Hvolhöfði, út úr gilinu er slóði til vinstri og er hann ekinn. Eftir nokkura mínútna akstur er komið að gilinu og er bifreiðin skilin eftir þar […]

Remundargil frá Þakgili

Ganga að og inn afar fallegt gil sem liggur næst Þakgili. Fyrir utan eina hæð er lítil hækkun á leiðinni. Gengin er sama leið tilbaka en hægt að stytta um nokkra kílómetra með því að láta fórnfúsan bílstjóra sækja að mynni Remundargils. Leiðin er stikuð og elta skal þær sem eru með fjólubláan topp. Gangan […]

Þakgil

Örstutt gönguleið frá tjaldsvæðinu í Þakgili lengra inn gilið að litlum fallegum fossi og hyl sem þar hefur myndast. Ljómandi falleg leið þó hún og lækurinn sé að hluta manngert. Fært öllum og hentar sérstaklega vel yngri kynslóðinni því það má drullumalla, kasta grjóti og sjá hinar ýmsu ævintýramyndir á leiðinni. Í Þakgili er mikil […]

Snæfellsjökull

Í dag er mun erfiðara að lýsa leið á Snæfellsjökul en áður þar sem snjóalög hafa breyst mikið síðasta áratuginn. Tvær leiðir eru þó algengastar. Annarsvegar að aka upp með Stapafelli og langleiðina á Jökulsháls. Oft alla leið að bækistöð snjósleðaferða sem á jökulinn fara. Hinsvegar að ganga upp frá Eyvindardal en það er lengri […]

Síldarmannagötur

Gangan hefst við bílastæði og vörðu innst í Hvalfirði, við mynni Botnsdals. Fyrsti leggurinn er á brattann en eftir það er gegngið eftir dæmigerðu heiðarlandslagi þar til komið er ofan í Skorradal. Leiðin er auðrötuð en helst á fólk erfitt með að finna rétta niðurleið í Skorradalinn. Í raun skiptir það litlu máli. Nafnið er […]

Jökullækur í Hallormsstaðaskógi

Gengið er frá þjóðvegi rétt innan Atlavíkur upp með Jökullæknum, gegnum lerkilund að rauðgreni frá 1908. Þar fyrir ofan er safn margra tegunda frá 1963 s.s. fjallaþinur, blágreni, marþöll, hvítgreni, dögglingsviður, stafafura og risalífviður. Þar í rjóðri er áningastaður. Gengin er sama leið tilbaka niður á þjóðveg. Leiðin er stikuð brúnum stikum. Ofangreind heimild: Hallormsstaðaskógur, […]

Klofskarð

Upphaf leiðar er fjárrétt í Hamarsseli. Gengið út Selhjalla sem leið liggur út í Klofskarð. Fallegur steinbogi er í Selhjallabrúnum upp af bænum Hamri. Úr Klofskarði er gengið inn Ívarshjalla og síðan út Búlandsdal með Búlandsá. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VII Útgefandi: Djúpavogshreppur Vefsíða: www.djupivogur.is

Hálsfjall

Frekar létt fjallganga og er útsýni gott á þessari leið yfir Hamarsfjörð og úteyjar. Upphaf gönguleiðar er skammt innan við bæinn Merki, en þaðan er gengið upp á Hálsa og sem leið liggur upp á Hálsfjall. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VII Útgefandi: Djúpavogshreppur Vefsíða: www.djupivogur.is

Hálsar

Frekar létt ganga. Gengið af stað í átt að Hálsfjalli og þegar komið er upp á hálsana er farinn stuttur hringur um hálsana. Þaðan er fallegt útsýni yfir Búlandsnes. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VII Útgefandi: Djúpavogshreppur Vefsíða: www.djupivogur.is

Hálsaskógur

Stikuð, stutt gönguleið um skógræktina. Gengið frá bílastæði við bæinn Ask rétt innan við Djúpavog. Í skógræktinni er kurli lagðir göngustígar, auk þess sem bekki og borð er að finna meðfram stígnum. Hálsaskógur er tilvalinn áningastaður til að borða nesti og njóta útivistar. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VII Útgefandi: Djúpavogshreppur Vefsíða: www.djupivogur.is

Búlandsnes

Létt og áhugaverð leið til fjöru- og fuglaskoðunar. Upphaf göngu er við Bóndavörðu en þaðan er haldið í norðaustur eftir Langatanga í átt að Hvítasandi. Þaðan er haldið meðfram ströndinni yfir Grjóteyrartanga og að Grunnasundi. Grunnasund verður ófært á flóði og verður þá að taka krók með Grunnasundi vestur að flugvelli þegar svo háttar til. […]

Æðarsteinsviti

Þægileg ganga í nágrenni Djúpavogs. Hægt er að hefja gönguna hvar sem er í þorpinu en frá Innri-Gleðivík er gengið sem leið liggur með sjónum út að vitanum. Þaðan er haldið áfram með fjörunum að Sandbrekkuvík og síðan í vestur í átt að Ytri-Hálsum. Síðan er gengið að Rakkabergi þar sem gömlu þjóðleiðinni er fylgt […]

Búlandstindur

Best er að fara eftir vegslóða sem liggur meðfram Búlandsá sunnanverðri að stíflu sem er í dalnum miðjum (N64°40’610 og V14°25’980). Þaðan er gengið beint upp grasi grónar brekkur innan við Stóruskriðugil í stefnu á skarð fyrir innan Búlandstind. Þaðan rekur leiðin sig þar til efsta tindi (1.069 m.y.s.) er náð með dálitlu klettabrölti. Ofangreind […]

Hvítárdalur

Gangan hefst á gömlum vegarslóða beint upp af bænum Urðarteigi, upp í mynni Sauðdals. Þaðan er svo gengið inn fláa og inn í Hvítárdal. Úr Hvítárdal þarf að ganga niður skammt innan við Hvítá niður Brattasnið. Þetta er eina færa leiðin niður úr dalnum. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VII Útgefandi: Djúpavogshreppur Vefsíða: www.djupivogur.is

Fossárklif – Arnarbólshjalli

Stutt og falleg leið í Fossárklifum en þar er svokallaður Arnarbólshjalli. Upphafsstaður er melur, nyrst á neðsta hjalla í Fossárklifum. Þaðan er gengið eftir götuslóða með fallegt útsýni yfir Berufjörðinn og Strandafjöllin. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VII Útgefandi: Djúpavogshreppur Vefsíða: www.djupivogur.is

Axlir, norðan við mynni Fossárdals

Upphafsstaður er við gistihús á Eyjólfsstöðum. Gengið er norðaustur eftir Bæjarásnum norður fyrir Sandbrekkulæk, þaðan er svo gengið út á klettabrúnir og eftir þeim þar til komið er í svokallað Stórgrýti (klofa þarf yfir tvær girðingar á þessari leið). Í bakaleið er rétt að hækka sig upp á Nauthúsahjalla sem liggur undir háum klettum og […]

Berunes

Frá farfuglaheimilinu á Berunesi eru nokkrar gönguleiðir til fjalls og með sjó. Göngufólki er bent á að hafa samband við starfsfólk farfuglaheimilisins til að fá nánari leiðbeiningar. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VII Útgefandi: Djúpavogshreppur Vefsíða: www.djupivogur.is

Krossdalur

Gönguleið inn Krossdal í Breiðdal og inn fyrir Bæjarhnjúk. Farið er af stað við Krossá og gengið sem leið liggur upp með ánni inn Krossdal, og síðan inn fyrir Bæjarhnjúk en niður brúnirnar er aðeins ein leið um svokallaðan Stiga. Gengið er aftur niður að hringvegi, skammt fyrir innan eyðibýlið Streiti. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á […]

Ósfjall – Goðaborg

Gönguleið upp á Ósfjall og út á Goðaborg (623 m.y.s) en mjög fallegt útsýni er á þessari leið. Farið er upp rétt utan við Ós frá vegi og upp í Stuttadal. Hann er genginn á enda en fyrir botni hans rísa Sátur (716 m.y.s). Milli Stuttadals og Krossdals otar Goðaborg kolli sínum fram að sjó. […]

Krossskarð

Farið er af veginum nokkru fyrir innan Ós í Breiðdal, við Djupadalsá. Gengið er sem leið liggur upp með ánni dalinn á enda en Krossskarð (N64°43’190 og V14°08’200) er fyrir botni hans. Farið er niður fyrir ofan og innan Krosslæk og niður undir mynni Krossdals niður að hringvegi. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VII Útgefandi: […]

Krosstindur – Núpstindur

Lagt er af stað frá hringvegi og gengið upp með Krossá. Þaðan er gengið upp á sniðið og út brúnirnar þar til komið er að Krosslæk. Læknum er svo fylgt þar til komið er upp í Krossskarð (N64°43’190 og V14°08’200). Síðan er gengið út á Krosstind en þaðan má sjá Hvalbak í góðu skyggni. Frá […]

Fagradalsskarð

Farið er frá Fagradalsbænum og gengið meðfram Fagradalsá inn dalinn. Fagradalsskarð (N64°44’300 og V14°14’840) liggur milli Grjótártinds og Hrossatinds. Þaðan er gengið niður með Krossánni út Krossdal í átt að hringvegi. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VII Útgefandi: Djúpavogshreppur Vefsíða: www.djupivogur.is

Skammadalsskarð

Gengið er frá akvegi inn Skammadal sem er fyrir utan Skjöldólfsstaði og með ánni inn dalinn. Skammadalsskarð (N64°44’270 og V14°12’210) liggur milli Hrossatinds og Kjalfjalls. Gengið er síðan niður í Krossdal inn á sömu leið og þegar farið er um Fagradalsskarð og áfram að hringvegi. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VII Útgefandi: Djúpavogshreppur Vefsíða: www.djupivogur.is

Stangarskörð

Farið er upp frá Skriðustekk og gengið upp með Skriðuá inn dalinn. Fyrir botni hans er fjallið Stöng (965 m.y.s.) en beggja vegna þess eru Stangarskörð, ytra (N64°46’780 og V14°20’730) og innra (N64°46’970 og V14°21’690). Skömmu áður en komið er í innra skarðið sést eina mögulega uppgönguleiðin á tindinn, en hún er ekki fær nema […]

Þrastaskógur

Skemmtilegt svæði að ganga um með fjölda göngustíga að mismunandi lengd. Leiktæki, tjaldsvæði, salerni og útsýnisstaðir. Lengsti stígurinn kallaður Birkistígur, 2,6 km en svo eftirfarandi; Skógarstígur 741 m. Eikarstígur 267 m. Reynistígur 320 m. Furustígur 357 m. Runnastígur 336 m. Grenistígur 96 m. Einistígur 150 m. Viðjustígur 102 m. Árstígur 103 m. Lerkistígur 105 m. […]

Rjúpnabrekkur – Reykjadalur (Dalskarð)

Gengið frá upphafi leiðar inn í Reykjadal og upp í Dalskarð. Stikuð leið með rauðum lit í toppi stiku. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Hengilssvæðinu Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Hin hefðbundna gönguleið í Reykjadal þ.e. frá Hveragerði. Fín leið en fjöldinn sem hér fer er þannig að forðast ætti að vera hér yfir sumarið, velja frekar haust […]

Ölfusvatn – Rjúpnabrekkur

Nokkuð löng leið en þó ekki mjög erfið. Fylgt er stikum með bláum lit í toppi en við Ölkeldhnúk er skipt yfir í stikur með rauðum lit í toppi. Gengið niður Reykjadal að bílasvæði við Rjúpnabrekkur. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Hengilssvæðinu Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur

Ölfusvatn – Hveradalir

Löng en ekki mjög erfið leið. Fylgja skal stikum með bláum toppi. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Hengilssvæðinu Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur

Nesjavellir – Norðurhlíðar Hengils

Fylgið bláum stikum að Hengilshlíðum en þar taka við stikur með svörtum lit í toppi. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Hengilssvæðinu Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur

Dyradalur – Sleggjubeinsdalur

Gengið meðfram Henglinum um Engidal, framhjá Húsmúla og að Sleggjubeinsdal. Fylgið stikum með bláum lit í toppinn. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Hengilssvæðinu Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Svæðið er sannkallað draumland göngumannsins, stutt að fara ásamt því að frekar fáir nýta sér svæðið. Landslagið er stórkostlegt og má vel gleyma sér í að skoða klettamyndanir og aðrar […]

Dyradalur – Nesjavellir

Þessi leið er einnig nefnd Dyravegur enda meðfram veginum að stærstum hluta. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Hengilssvæðinu Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Mjög skemmtileg leið og ótrúlega fjölbreytt. Sérstaklega ættu göngumenn að stöðva við Sporhelluna, klapparsvæði þar sem sjá má spor þeirra fjölmörgu hesta sem áður riðu hér með fólk og farangur. Dyravegur hét leiðin úr Árnessýslu […]

Dyradalur – Engidalur

Stikuð leið, blár litur í toppinn, frekar auðveld leið. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Hengilssvæði Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Skemmtileg leið sem krefst þess þó reyndar að fórnfús ökumaður sé með í för nema ganga eigi fram og tilbaka sem er s.s. engum ofraun. Slíkt þarf að gera eða lengja leiðina framhjá Húsmúla og að svæðinu við […]

Dyradalur – Botnadalur

Stikuð leið, blár litur í toppi á stikum. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Hengilssvæðinu Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Skemmtileg leið sem hefst í Dyradal, liggur því sem næst í norður eftir Dyrafjöllum og endar í Botnadal við Grafningsveg. Þaðan má reyndar lengja  leiðina og ganga niður að Hagavík í Þingvallavatni.  

Skógar

Á Skógum eru ágætis göngustígar upp í skóginn sem er fyrir ofan Héraðsskólann. Það eru tröppur fyrir norðan skólann og þegar upp er komið er fyrst stytta af Þorsteini Erlingssyni skáldi. Síðan kemur nokkuð brattur stígur upp að rústum gömlu beitarhúsanna en þar er gott að tylla sér niður. Síðan kemur annar brattur kafli og […]

Hamragarðaheiði

Gengið er upp frá Hamragörðum og upp á Hamragarðaheiði, að grjótnámunum sem urðu til við gerð vegar í Landeyjarhöfn. Hægt er að keya upp á heiðina og styttist þá gönguleiðin um 5 – 6 km. Frá námunni er gengið í austur og komið fram á brún Eyjafjalla fyrir ofan bæinn Hvamm. Sést þar vel yfir […]

Vatnsdalur

Þægileg ganga frá brú á Vatnsdalsá, norðan Skriðuvatns upp Vatnsdal og áfram inn á Stafsheiðarleið og út í Þorvaldsstaði í Breiðdal. Mesta hæð 600m. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs Vefsíða: www.east.is

Þórdalsheiði

Fyrrum alfaraleið milli Arnhólsstaða (brú á Jöklu) og Áreyja. Farið að mestu eftir góðum jeppavegi inn Þórudal og Brúðardal og niður Áreyjardal, hæst 498 m.y.s. Mikil litadýrð í fjöllum. Neðst í Brúðardal er vegslóði af þessari leið (17 km.) yfir á Stafsheiði til Þorvaldsstaða í Breiðdal. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs […]

Hallsteinsdalur

Leiðin fylgir raflínu og línuvegi sem liggur frá Hryggstekk inn Hallsteinsdal. Kemur á veg um Þórdalsheiði innst í Áreyjadal. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs Vefsíða: www.east.is

Hjálpleysa

Mesta hæð. Falleg en nokkuð erfið leið milli brúar á Gilsá og þjóðvegar á Fagradal ofan við Skriður. Einnig hægt að ganga að Áreyjum (N65°01’560 og V14°20’860). Var fjárrekstrarleið um tíma og oft farin að sumarlagi áður fyrr. Tæðir fjórir kílómetrar eru frá Gilsárbrú að norðan að Hjálpleysuvatni. Þar má vaða læk ofan við vatnið […]

Aurar

Óvörðuð leið frá þjóðvegi við Arnkelsgerði yfir fjallgarðinn rétt norðan Hattar og um Launárdal að sæluhúsinu á Fagradal. Mesta um 1000 m.y.s. Stutt er að ganga á Hött (1.106 m.) af leiðinni en þaðan er frábært útsýni yfir Fljótsdalshérað. Af þessari leið má fara snarbratta leið niður að Hjálpleysuvatni og niður með Gilsá. Ofangreind heimild: […]

Múlakollur frá Múlastekk

Frá Múlastekk er nokkuð greiðfær leið um Gunnarsskarð og áfram út á Múlakoll. Mjög gott útsýni yfir Skriðdal. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs Vefsíða: www.east.is

Múlakollur

Gengið frá bænum Þingmúla. Mjög gott útsýni yfir Skriðdal. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs Vefsíða: www.east.is

Eyjólfsstaðaskógur

Í  Eyjólfsstaðaskógi er fjöldi skemmtilegra göngustíga við allra hæfi. Mismunandi vegalengdir en kort fá má hjá upplýsingamiðstöðvum á Egilsstöðum. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs Vefsíða: www.east.is

Skagafell

Gengið frá vegi á Fagradal, vaðið yfir Fagradalsá og gengið upp Skagafellsháls. Auðveld leið en nokkuð brött efst. Mjög gott útsýni. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs Vefsíða: www.east.is

Rauðshaugur – Hálsvegur

Gömul póstleið var frá Ketilsstöðum að Hnútu. Gengið frá plani norðan Hnútu á Rauðshaug sem er rétt innan Hálsvegar, en þaðan er mjög gott útsýni yfir sveitina. Frá Rauðshaug má ganga niður í Útnyrðingsstaði. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs Vefsíða: www.east.is

Egilsstaðir

Margar skemmtilegar gönguleiðir eru um bæinn. Kort fæst í  upplýsingamiðstöðvum í bænum. Útsýnisskífa er uppi á Hömrum og sést þar vel yfir bæinn. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs Vefsíða: www.east.is

Selskógur á Egilsstöðum

Frá bílastæði við Eyvindarárbrú liggur fjöldi stíga um skóginn, sá lengsti er um 3,2 km. Kjörið land til styttri og lengri gönguferða í fallegu umhverfi. Þar eru líka leiktæki og snyrtingar. Kort fæst í upplýsingamiðstöðvum í bænum. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs Vefsíða: www.east.is

Taglarétt

Frá bílastæði við Eyvindarárbrú. Genginn vegslóði frá gömlu brúnni að Taglarétt sem er gömul skilarétt á fallegri, skógivaxinni tungu við Eyvindará. Frá Töglum má svo ganga áfram inn á Mjóafjarðarveg í Eyvindará. Frá Töglum má svo ganga áfram inn á Mjóafjarðarveg í Eyvindarárdal en á þeirri leið þarf að voða nokkrar ár. Ofangreind heimild: Gönguleiðir […]

Fardagafoss

Létt ganga upp frá áningarstað við Miðhúsaá. Fallegir fossar á leiðinni. Hægt er að ganga á bakvið Fardagafoss og þar er gestabók í skúta. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs Vefsíða: www.east.is

Húsatjörn

Góður stígur er frá Eiðum að tjörninni og hringinn um hana. Létt og skemmtileg gönguleið eftir skógarstígum. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs Vefsíða: www.east.is

Eiðavatn

Skemmtileg ganga frá Eiðum um kjarrivaxna ása á bökkum Lagarfljóts að Gröf og áfram að þjóðvegi móti Hjartarstöðum. Einnig má ganga áfram inn með vatninu að austan. Silungsveiði er í vatninu. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs Vefsíða: www.east.is

Hengifoss

Vinsæl fjölskylduganga er upp að fossinum. Á leiðinni upp sést í eitt hæsta stuðlaberg landsins við Litlanesfoss. Ganga má upp beggja vegna Hengifossár og yfir hana á eyrum nokkuð neðan við fossinn. Gilið er á náttúruminjaskrá. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á  Austurlandi VI Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs Vefsíða: www.east.is

Hrafnafell

Ekið Fjallselsveg á hæsta ás suðvestan við Hafrafell. Þaðan er gengið eftir vegi að fjarskiptamöstrum á Hrafnafelli. Fallegar jökulsorfnar klappir á leiðinni. Hafrafellsrétt (N65°18’020 og V14°29’230) er sérstæð, hlaðin grjótrétt milli kletta skammt austan vegar. Hægt er að halda út Hrafnafellið og niður sunnan við Grímstorfu eða ganga út fellið og koma inn fyrir neðan […]

Fossaleiðin

Farið frá Ærlæk skammt neðan við Skóghlíð, upp með Rangá og inn á Rangárhnjúk en það sér vel yfir Hérað. Frá Rangárhnjúk eru um 3 km. niður að Fjallseli (N66°17’800 og V14°34’290).  Þar má enda ferðina eða ganga aftur tilbaka sömu leið. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs Vefsíða: www.east.is

Jökulsárbrýr

Hringur frá áningastað hjá nýju brúnni á Jöklu að gömlu brúnni (N65°26’280 og V14°35’570) og yfir hana og upp á Brúarásinn. Áfram eftir þjóðvegi hringinn að áningastað. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs Vefsíða: www.east.is

Rjúkandafossar

Áður kallaðir Rjúkin. Sutt, létt ganga upp að fallegum fossum. Stikuð leið. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs Vefsíða: www.east.is

Staðarárfoss við Hofteig

Gengið frá þjóðvegi ofan Hofteigs upp með ánni að fossinum. Fallegir fossar og stuðlaberg. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs Vefsíða: www.east.is

Svartiskógur – Smjörvatnsheiði

Stikuð leið upp frá Svartaskógi sunnan Kaldárgils og inn á Smjörvatnsheiðarleið nærri Fjórðungsöldu. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs Vefsíða: www.east.is

Hólar í Hallormsstaðaskógi

Lagt er af stað frá Hússtjórnarskólanum upp nokkuð bratta brekku. Gengið er upp og út Hóla, framhjá háum steindrangi er ber nafnið Kerling. Hólasvæðið er framhlaup úr fjallinu fyrir ofan. Úr Hólunum er komið í Flataskóg. Þar er fallegur og hávaxinn birkiskógur sem fróðlegt er að skoða, ekki síst fjölbreyttan botngróður. Úr Flataskógi er gengið […]

Partur í Hallormsstaðaskógi

Svæðið milli Hafursár og Borgargerðislækjar nefnist Partur. Gangan hefst ofan þjóðvegar við Hafursá. Komið er upp á mallborinn skógarveg með hvítgrenilund á hægri hönd, mikið er af sjálfssánum reynivið í jaðri skógarins. Gengið er upp undir raflínu og inn með henni, þar er beygt til vinstri gegnum lerkigróðursetningu og áfram með rauðgreni á hægri hönd […]

Áleiðis upp Rembu

Gangan hefst hjá íþróttahúsinu við Hallormsstaðaskóla. Fyrri hluti leiðarinnar er dálítið á fótinn.  Haldið er sem leiðin liggur upp á Neðri-Kistukletta, sveigt inn fyrir Kistu og upp á Efri-Kistukletta, að Lambafossi 21 metra háum fossi er fellur niður klettavegginn í 24. metra djúpt Staðarárgilið. Lengja má gönguna upp með Staðará að gamalli stíflu í ánni […]

Atlavíkurstekkur – Jónsskógur

Gönguleið, ofan þjóðvegar ofan við Atlavík. Fyrst er komið í lerkilund frá 1937, þar hæstu tré ofan við 20 metra, einnig má sjá fjöllaþöll og ofar marþöll. Ofan við lundinn eru rústir af stekk. Frá Atlavíkurstekk er gengið uppá við, með skógar og stafafuru á vinstri hönd og komið upp í reit með ýmsum trjátegundum […]

Atlavík – Trjásafn – Söluskáli

Utarlega í Atlavík (næst Egilsstöðum) er gengið upp allbratta eftir stíg er liggur í Trjásafnið. Úr Trjásafninu liggur göngustígur ut svæðið og er nefnist Lambaból og þaðan upp á þjóðveg við Söluskála. Fylgið stikum með grænum lit. Ofangreind heimild: Hallormsstaðaskógur, göngukort Útgefandi: Skógrækt ríkisins Vefsíða: www.skogur.is

Hallormsstaðaháls

Auðröður og sæmilega greiðfær gönguleið á milli Hallormsstaða og Geirólfsstaða í Skriðdal. Fjölfarin leið fyrrum fyrrum meðal annars vegna kirkjusóknar að Hallormsstað. Kaupstaðaleið var frá Upp-Héraði til Skriðdals og þaðan um Þórudalsheiði á Reyðarfjörð. Gengið er upp frá Hússtjórnarskólanum út og upp á Hóla og áfram gömlu reiðgöturnar neðan við Hallormsstaðabjarg og upp á „Bjargið“ […]

Ljósárkinn

Ofan þjóðvegar um 500 metrum innan við Atlavík er gönguleið upp Ljósárkinn utan Ljósár. Gengið er upp að Ljósárfossi, 16 m. háum fossi í Ljósá Kletturinn utan við fossinn er rúmir 20m. á hæð. Neðar í ánni er lítill foss, um 3ja metra hár. Á leið upp má sjá ýmsar trjátegundir gróðursettar á árunum 1956-67 […]

Berufjarðarskarð

Frá Breiðdal er hægt að ganga frá tveimur stöðum. Annars vegar frá Höskuldsstöðum og hinsvegar frá Flögu (upphafspunktur hér) en leiðirnar sameinast fljótlega við Vegaskarð. Áfram er haldið sem leið liggur upp í Berufjarðarskarð (N64°49,220 V14°26,610. Niður í Berufjörð er farið fyrir innan og meðfram Svartagili að Sótabotni, en gengið er niður milli botnsins og […]

Bæjarfjall

Lagt er af stað frá Dalvíkurkirkju og gengið upp malarveg sem liggur til fjalls. Þar sem vegurinn greinist er sveigt til hægri og þar er upphafsskilti leiðarinnar. Gengið yfir brú á Brimnesá og upp með fallegu gljúfri sem þarna er. Áfram er gengið eftir vegslóða upp að girðingu. Þegar komið er upp á hálsinn opnast […]

Kofi

Lagt er af stað frá Dalvíkurkirkju og gengið upp malarveg sem liggur til fjalls. Þar sem vegurinn greinist er sveigt til hægri og þar er upphafskilti leiðarinnar. Gengið á brú yfir Brimnesá og upp með fallegu gljúfri sem þarna er. Áfram er gengið eftir vegslóða upp að girðingu. Eftir það er leiðin á gömlum kindagötum […]

Melrakkadalur

Lagt er af stað frá Dalvíkurkirkju og gengið upp malarveg sem liggur til fjalls. Þar sem vegurinn greinist er sveigt til hægri og þar er upphafsskilti leiðarinnar. Gengið yfir brú yfir Brimnesá og upp með fallegu gljúfri sem þarna eru. Áfram er gengið eftir vegslóða upp að girðingu. Þegar komið er upp á hálsinn opnast […]

Skógreitur í Fólkvangi

Trjárækt hófst í reitnum 1962. Reiturinn vera innan marka fólkvangs og er því friðlýst útivistarsvæði samkvæmt náttúruverndarlögum. Soffanías Þorkelsson, Vestur-Íslendingur frá Hofsá gaf fé til plöntukaupa. Ýmis félagasamtök hafa gróðursett í reitinn auk garðyrkjustjóra. Greni, fura, birki, lerki, ösp og víði var plantað í fyrstu en síðustu ár sjaldgæfari plöntum. Aðalgöngustígar voru lagðir árið 1996 […]

Friðlandshringur að Hrísatjörn frá Dalvík

Lagt er af stað frá friðlandsskiltinu við bílaplanið við Olís á Dalvík. Leiðin er öll stikuð og vörðuð með lágum blóma- og fuglaskiltum. Gengið er í suður, neðan þjóðvegar 82, í áttina að Árgerðisbrúnni. Farið er um þurra lyngmóa og skógrækt meðfram Svarfaðardalsá, undir brúna við Árgerði og upp á hana sunnanfrá. Gengið yfir brúna […]

Nykurtjörn

Lagt er af stað frá bænum Steindyrum. Gengið er upp gróðursælar hlíðar meðfram Þveránni að Steindyrafossi en leiðin er öll stikuð. Þegar komið er upp á hjalla nokkuð ofan við fossinn er sveigt til norðurs, og gengið undir Bakkabjörgum að Grundargili en í því rennur lækurinn sem á upptök sín í Nykurtjörn. Gengið er áfram […]

Friðlandshringur frá Húsabakka

Lagt er af stað frá friðlandsskiltinu á Húsabakka. Leiðin er öll stikuð og vörðuð með lágum blóma- og fuglaskiltum. Gengið er norður Húsabakkann eftir gömlum malartroðningi að gili eða klauf neðst í túninu á Tjörn sem nefnist Lambaklauf. Þá er sveigt til hægri og gengið niður stíg sem liggur að fuglaskoðunarhúsi sem stendur á bökkum […]

Gamli Múlavegurinn

Lagt er upp gangandi þaðan sem keyrt er inna á gamla Múlaveg, skammt frá þar sem vegurinn liggur inn í fjallið í Múlagöng. Gamli vegurinn genginn um Vámúlann eins og hann heitir öðru nafni, upp á svokallað Plan efst í Múlanum, er það um 3,1 km. langur gangur. Hægt er að velja að fara sömu […]

Seljalandsfoss

Stutt og auðveld leið fyrir alla fjölskylduna. Seljalandsfoss er fremsti foss Seljalandsár sem á upptök sín uppi á Hamragarða- og  Seljalandsheiði. Fossinn er 65 m. á hæð, fellur fram af fornum sjávarhömrum. Þegar loftslag fór að hlýna undir lok síðustu ísaldar bráðnaði ísinn hratt, samhliða því hækkaði sjávarstaða. Þegar ísfarginu létti lyftist landið í leit […]

Stóri-Dímon

Skemmtileg ganga frá jafnsléttu á verulega fallegt útsýnisfjall sem hentar vel fjölskyldufólki. Á þjóðvegi 1, leiðinni til Víkur frá Hvolsvelli áður en farið er yfir Markarfljótsbrúna er beygt til vinstri inn Dímonarveg (250). Þaðan eru nokkir kílómetrar að Stóra-Dímon. Á Fljótshlíðarveginum (262) er afleggjarinn rétt áður en komið er að Múlakoti, nokkurn veginn til móts […]

Rjúpnafell

Skemmtileg gönguleið í gegnum skóglendi og aflíðandi hlíðar að fellinu og brattur toppur þar sem fara þarf varlega. Rjúpnafell krefst nokkurar göngu frá Húsadal og Langadal í Þórsmörk en best er að ganga upp Slyppugil í Tindfjallagili og síðan upp suðvesturöxl fellsins. Síðustu 150 metrarnir eru ansi brattir og ekki fyrir þá sem eru lofthræddir. […]

Einhyrningur

Brött en stutt ganga upp á áhugaverðan útsýnisstað. Einhyrningur er mjög sérstætt 651 metra hátt móbergsfjall. Fljótshlíðarvegur (261) er ekinn til enda og áfram inn Emstruleið (F261) framhjá Þórólfsfelli og Fauskheiði þangað til komið er að Einhyrningsflötum. Hægt er að ganga á Einhyrning að sunnan og mótar fyrir göngustíg þegar ofar dregur. Að neðan má […]

Tindfjöll

Frekar erfið og löng jöklaganga. Tindfjöll eru fjallaröð með mörgum tindum og heitir sá mesti þeirra einfaldlega Tindur (1.251 m.y.s.). Þó að Tindfjallajökull sé með minnstu jöklum landsins er hann á risastórum gíg, um það bil 7 – 10 km. í þvermáli sem hefur myndast við mikið sprengigos. Fljótshlíðarvegurinn (261) er keyrður til enda en […]

Þórólfsfell

Þórólfsfell er 574 metra hár móbergsstapi. Útsýnið af toppi Þórólfsfells er stórfenglegt með jöklana þrjá, Tindfjallajökul, Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul hringinn í kring. Best er að leggja í göngu frá húsinu í Felli. Vinsælast er að ganga meðfram ánni upp með Þórólfsgljúfri eftir kindagötunum og stefnan síðan tekin rakleiðis á toppinn. Valin er leið upp á […]

Gluggafoss

Stutt og auðveld ganga að fallegum fossi og hentar því vel fjölskyldufólki. Rétt fyrir innan Þorsteinslund, um 21 km frá Hvolsvelli er fagur foss að nafni Gluggafoss. Hann er í Merkjá, smáá sem merkir landaskilin milli Hlíðarenda og Múlakots. Fossarnir eru í raun tveir, sá neðri breiður og lágur, sá efri er Gluggafoss, tignarlegur og […]

Tumastaðaskógur

Fjölskylduvæn skógarganga sem hægt er að verja góðum tíma í. Tunguskógur og Tumastaðir eru í Fljótshlíð, um 9 km. frá Hvolsvelli. Þetta er vinsæll útivistarstaður í Rangárþingi eystra. Hér hafa heimamenn ræktað upp allmikið skóglendi, lagt þar göngustíga og komið fyrir borðum og bekkjum. Þarna er fallegt umhverfi, skjólsamt og mikið fuglalíf. Hægt er að […]

Flókastaðagil

Skemmtileg gönguleið á kindagötum og hentar vel fyrir fjölskylduna. Ekinn er Fljótshlíðarvegur (261). Beygt er upp hjá Breiðabólsstað í Fljótshlíð, um 5 km. frá Hvolsvelli. Best er að leggja bílnum við safnaðarheimilið og fylgja girðingu í vesturátt að gilinu. Um er að ræða göngleið sem er að mestu eftir kindagötum. Það er mjög skemmtilegt að […]

Heilsustígur á Hvolsvelli

Merktir stígar í þorpinu sem eru þægilegir yfirferðar. Á heilsustígnum er búið að koma fyrir æfingatækjum og þrautum á 12 stöðum hér og þar um stíginn sem gaman er að reyna sig við. Hægt er að velja um mislangar og miserfiðar gönguleiðir. Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Rangárþingi eystra Útgefandi: Katla jarðvangur Vefsíða: www.katlageopark.is

Hvolsfjall

Hvolsfjall er 127 metra hátt fjall við Hvolsvöll og er auðvelt uppgöngu og hentar því vel fjölskyldufólki. Gengið er upp á Hvolsfjall frá Bjallanum hjá Stórólfshvolskirkju og þaðan inn eftir fjallinu eftir göngustíg sem þar hefur verið lagður. Af toppnum heldur síðan stígurinn áfram niður í miðja hlíðina og þar er farið yfir tröppur og […]

Seyðisfjörður – Loðmundarfjörður um Hjálmárdalsheiði

Gengið er slóð með stikum og vörðum. Fara þarf yfir tvær óbrúaðar ár. Fyrrum aðalleiðin milli fjarðanna. Nokkuð bratt upp efstu brekkur í Seyðisfirði, en annars þægileg ganga. Á Sævarenda liggur leiðin um æðarvarp. Aðstaða fyrir ferðamenn er í Stakkahlíð. Brú er á Fjarðará innan við Sævarenda. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Víknaslóðum Útgefandi: Ferðamálahópur Borgarfjarðar […]

Bakkagerði – Hrafnatindur – Geitavík

Gengið upp með Bakkaá upp að Hrafnatindi. Þaðan um Tjarnarbotna og niður á Kúahjalla og eftir honum út að Grafgili. Komið niður skammt frá Skriðubóli Frá Hrafnatindi er tæprar klukkustundar ganga á Geitavíkurþúfu en þaðan er frábært útsýni yfir Borgarfjörð. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Víknaslóðum Útgefandi: Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystri Vefsíða  

Unaós – Stapavík – Njarðvík

Nokkuð létt gönguleið. Gengið að stórum hluta eftir greinilegum fjárgötum. Leiðin var aðalleiðin milli Borgarfjarðar og Héraðs þar til akvegur kom um Vatnsskarð árið 1955. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Víknaslóðum Útgefandi: Ferðamálahópur Borgarfjarðar Eystri Vefsíða

Vatnsskarð – Stórurð

Fremur létt gönguleið. Gengið frá neyðarskýli á Vatnsskarði, upp á Geldingafell og inn vestan við Súlur. Mjög gott útsýni er á leiðinni yfir Njarðvík, Hérað og Stórurð. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Víknaslóðum Útgefandi: Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystri Vefsíða  

Skeggjaklettur – Stórurð

Fremur létt gönguleið. Gengið neðan Rjúpnafells og komið inn í Stórurð neðarlega. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Víknaslóðum Útgefandi: Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystri Vefsíða  

Bakkagerði – Stórurð

Nokkuð erfið gönguleið. Gengið meðfram Grjótá, upp í Grjótdal, um Urðardalsvarp og því næst meðfram hamraveggjum Ytra-Dyrfjalls og loks um Mjóadalsvarp niður í Stórurð. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Víknaslóðum Útgefandi: Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystri Vefsíða  

Borgarfjörður – Loðmundafjörður um Kækjuskörð

Nokkuð erfið gönguleið. Gengið er um gróið land, mela og mýrar. Á leiðinni má m.a. sjá Kirkjustein og Koll sem báðir tengjast álfatrú. Gengið er yfir nýja göngubrú á Lambadalsá, upp Kækjudal, yfir Kækjuskörð, niður Orrustukamb, Fitjar og að bænum Stakkahlíð í Loðmundarfirði. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Víknaslóðum Útgefandi: Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystri Vefsíða  

Borgarfjörður – Loðmundarfjörður um Nesháls

Létt gönguleið. Gengið um jeppaveg upp Afrétt, um Húsavíkurheiði, framhjá hinum sérstæða Hvítserk, niður Gunnhildardal og síðan út víkina heima að bæ í Húsavík. Það tekur um 4 klst. að ganga þennan legg. Áfram er haldið að Stakkahlíð um Nesháls. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Víknaslóðum… Útgefandi: Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystri Vefsíða Þessi leið fylgir að mestu […]

Þrándarhryggur – Kjólsvík um Kjólsvíkurskarð

Fremur létt gönguleið. Farið af leiðinni um Gagnheiði, sjá hér. Gengið yfir Kjólsvíkurskarð, niður Kjólsvíkurmela, yfir Hall og niður Háuhlaup allt fram að gamla bæjarstæðinu. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Víknaslóðum Útgefandi: Ferðamálahópur Borgarfjarðar Eystri Vefsíða Ein af fjölmörgum gönguleiðum á þessu dásamlega göngusvæði, Víknaslóðum. Þessi leið er leggur út frá þessari gönguleið. 

Stóru – Laxárgljúfur

Ekið inn fyrir afréttarhlið og beygt í austur þegar komið er á Línuveginn. Skömmu eftir að komið er yfir Heiðará er tekin braut til suðurs sem liggur að gljúfrinu. Rétt ofan við girðinguna eru ármót Leirár og Stóru Laxár og er þar hrikalegt að sjá. Er síðan gengið niður með gljúfrinu, klofað yfir girðinguna, fyrst […]

Foss – Fagridalur – Hildarsel

Í byrjun er gengin sama leið og að Kluftum í Fagradal (sjá hér), en síðan genginn greinilegur slóði niður að Hildarseli. Í Hildarseli var föst búseta allt til ársins 1886. Við Hildarsel fellur Litla-Laxá í gljúfri og er í henni fossinn Kistufoss. Þessari leið mætti hæglega skeyta við Ingjaldshnúk og ganga þá upp Fagradal á […]

Foss – Fagridalur – Kluftar – Kaldbakur

Gengið frá Fossi yfir Fagradal að Kluftum, en bærinn á Kluftum fór í eyði árið 1954. Á Kluftum fæddist kvígan Huppa árið 1926 og frá henni er komið frægasta kúakyn landsins. En uppruna Kluftakynsins tengist þjóðsaga sem tengd er Stóra-Steini (Huppusteini) er stendur við gönguleiðina undir Galtfelli. Frá Kluftum er hægt að ganga nokkuð greinilega […]

Foss – Kerlingarfoss – Fagridalur

Gengið upp fjallið frá planinu á Fossi. Uppi á brúninni er stefnan tekin í norðaustur gengið upp fyrir Háls og inn á Selmýrar þaðan niður að Kerlingarfossi. Þaðan er hægt að fara sömu leið til baka eða ganga sem leið liggur niður í Fagradal. Þessa leið má síðan tengja annarri leið ef vilji er fyrir […]

Foss – Ingjaldshnúkur

Til þess að fara að Ingjaldshnúk eða Háhnúk eins og hann er líka stundum nefndur er farið frá Fossi. Gengið er frá planinu gegnt fossinum. Farið eftir veginum að fjallsrótum og beint upp fjallið og sjást tjarnir þegar komið er á hábrúnina, en heiðin þar er nefnd eftir þeim og kölluð Tjarnheiði. Gengið er í […]

Gönguleið að Gullfossi að austan

Farið inn Tungufellsdal og inn í Deild. Þar er skilti á vinstri hönd sem vísar til gönguleiðar að Gullfossi sem hefst á plani við girðinguna. Leiðin er merkt með lituðum steinum. Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Hrunamannahreppi Útgefandi: Hrunamannahreppur Vefsíða  

Tungufellsdalur – Hlíð

Hægt er að hefja göngu við svokallaðan Kjöl og ganga niður með Dalsá. Í Dalsá er Kerlingarfoss. Í kringum 1946 var hafist handa við virkjunarframkvæmdir við fossinn sem aldrei var lokið, en steyptur stíflugarður er til vitnis þar um. Fossinn dregur nafn sitt af tröllkerlingu sem veiddi fisk við fossinn. Á 14. öld fórust tvær […]

Tungufellsdalur – Svartárgljúfur

Hægt er að ganga þessa leið hvorn veginn sem er. Annars vegar að byrja í Tungufelli og ganga inn Tungufellsdal að vestanverðu og upp á Tófuhól. Þaðan í gegnum ilmandi skóginn að Svartárgljúfri, en það er vandlega falið í skóginum og í því mjög fallegur foss. Einnig er hægt að ganga frá Safngerðinu sem er […]

Jata – Byrgið – Kirkjuskarð

Þegar keyrt er heim að Fossi er komið að afleggjaranum að Jötu, þegar sá afleggjari er keyrður áfram er komið að upplýsingaskilti um þessa gönguleið og þar er gott að hefja gönguna. Gengið er fram Skipholtsfjall eftir götum. Byrgið (búrið) er vel falið í landslaginu en stikur vísa veginn að því. Byrgið er lítill og […]

Högnastaðaásar – Kirkjuskarð

Stefnan er tekin á vatnstankinn uppi á Högnastaðás. Farið í gegnum skógræktina að hluta til, þá er gengið í Hvammslandi, farið yfir girðingu og þá er komið í Túnsbergsland. Á hæstu bungu er varða og þaðan er mikið útsýni þó svo að þessir ásar séu ekki hávaxnir. Haldið er áfram í sömu línu svo er […]

Galtafell neðri leið

Ekið eftir afleggjaranum að bænum Sólheimum en þar sem beygir heim að bæ er plan til að leggja bílum og er gengið þaðan í átt að fjallinu. Reiðgötunni er fylgt til suðurs að Núpstúni eða Hrepphólum og skarast þessi leið þá við Galtafell efri leið, en er mun léttari ganga. Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Hrunamannahreppi. […]

Galtafell efri leið

Gengið frá kirkjustaðnum Hruna eða ristahliðinu við brautina að Hrunalaug. Farið áfram eftir veginum og stiklað yfir lækinn í Músasundi. Þaðan er gengið upp á Stóra- Skógarholt, svo áfram upp Hálsana og upp á Galtafell þar má finna fleiri en eina götu upp. Þegar upp er komið kemur í ljós mikið landslag og stefnan þá […]

Langholtsfjall

Gengið frá Snússuskála í landi Ásatúns eftir götum sem liggja austan megin Langholtsfjalls. Munnmæli herma að í Vatnsdalsvatni á Langholtsfjalli búi sami nykur og býr í vatninu uppi á Vörðufelli, ár í senn í hvoru vatni. Hann flytur sig um set um undirgöng á Jónsmessunótt og heyrast þá miklir dynkir og skruðningar. Þegar komið er […]

Frá Lamba upp að Tröllunum og Vatninu

Þessari leið hér er fylgt vestur fyrir Glerá, suðvestan Lamba. Þá er haldið upp sunnan og vestan við Hausinn upp að Tröllunum, mjög sérkennilegum berggöngum austan í Tröllafjalli. Þaðan er gengið norðaustur niður að Vatninu og svo áfram niður að brúnni á Fremri-Lambá. Fallegt útsýni yfir Glerárdal af þessari leið. Ofangreind heimild: Glerárdalur, gönguleiðakort. Útgefandi: […]

Frá Lamba norður Glerárdal að vestan

Gengið er niður að Glerá, innanvert við Lamba þar sem oftast má vaða hana. Þaðan út vesturbakka Glerár að göngubrú á Fremri-Lambá nokkur hundruð metra uppi á gili Fremri-Lambár. Þessi leið er að nokkru stikuð. Þaðan er haldið áfram út vesturbakka Glerár að Heimari-Lambá. Þar norðan við er fylgt fjárgötum ofan við gilbarm Glerár út […]

Frá Lamba í Glerárdal á Tröllafjall

Ómerkt leið, fylgir þessari hér leið upp í skarðið milli Steinsfells og Tröllatinds. Þaðan er gengið til norðausturs yfir Tröllatind og upp á Tröllahyrnu. Bratt en torfærulítið. Þaðan er greið leið norður á hátind Tröllafjalls (1.440 m.y.s.), sem er annað hæsta fjall við Eyjafjörð. Af fjallinu er geysivíðsýnt í björtu veðri. Ofangreind heimild: Glerárdalur, gönguleiðakort. […]

Frá Lamba í Glerárdal niður Bægisárdal

Ómerkt leið, fyrst er gengið niður að Glerá innanvert við Lamba þar sem oftast er hægt að vaða yfir ána. Þaðan er gengið upp hlíðina vestan Glerár upp á Hrútaskeið og vestur í skarðið milli Steinsfells og Tröllatinds. Þaðan niður Bægisárjökul og út  Bægisárdal að Syðri-Bægisá. Ofangreind heimild: Glerárdalur, gönguleiðakort. Útgefandi: Ferðafélag Akureyrar – vefsíða […]

Frá Lamba í Glerárdal niður Skjóldal

Ómerkt leið frá Lamba inn í botn Glerárdals, upp í skarðið vestan Stórastalls, þaðan niður Nyrðri Krók að vestan og svo niður Skjóldal sunnar ár að Miklagarði í Eyjafjarðarsveit. Ofangreind heimild: Glerárdalur, göngukort. Útgefandi: Ferðafélag Akureyrar – vefsíða Hér má finna gönguleið að Lamba.  

Frá Lamba í Glerárdal niður Finnastaðadal

Ómerkt leið inn frá Lamba, upp í skarðið austan Glerárdalshnjúks, þaðan niður Finnastaðadal að norðan, að Finnastöðum í Eyjafjarðarsveit. Ofangreind heimild: Glerárdalur, gönguleiðakort. Útgefandi: Ferðafélag Akureyrar – vefsíða.  Hér má sjá gönguleiðarlýsingu að Lamba.  

Sveinstindur – Skælingar – Hólaskjól

Líklega ein stórfenglegasta gönguleið landins. Náttúran, fjölbreytni hennar og kyngikraftur leikur á alls oddi á þessari 2 – 3ja daga gönguleið sem hefst við Sveinstind og endar í Hólaskjóli. Það er varla hægt að lýsa leið sem þessari en veikburða tilraun verður þó gerð hér til þess. Dagur 1: Gangan hefst við Sveinstind, nánar tiltekið […]

Eldgjá

Stórkostleg gönguleið um eina hrikalegustu gossprungu landsins. Örlítið klöngur á köflum en annars fær flestum, þar á meðal yngstu kynslóðinni. Leiðin liggur frá bílastæði, yfir tvær göngubrýr og að Ófærufossi. Sama leið er gengin tilbaka. Eldgjá er hátt í 70 km. löng gossprunga, dýpt hennar er mest um sex hundruð metrar og dýpst er hún […]

Strýta frá skíðasvæðinu Hlíðarfjalli

Ómerkt leið, víða mjög brött, ísöxi og mannbroddar nauðsynlegt nema um hásumar. Gengið frá Skíðastöðum, upp með skíðalyftunum, svo í norður frá efstu lyftunni að Mannshrygg. Fara má upp bratta fönn sunnan í hryggnum eða klifra upp hrygginn að austan upp á Hlíðarfjall. Þaðan er gengið til suðvesturs vestan á Hlíðarfjalli, niður á  Vindheimajökul norðaustan […]

Glerárdalur að Lamba

Stikuð leið, fyrst inn gilbarm Glerár, sveigir síðan niður hlíðina, fylgir fjárgötum að mestu að brú á Fremri-Lambá. Þaðan skáhallt yfir Grenishóla að Lamba, skála Ferðafélags Akureyrar. Heimild, ofangreint: Glerárdalur, gönguleiðakort. Útgefandi: Ferðafélag Akureyrar – vefsíða.   

Kerling frá Lamba í Glerárdal

Ómerkt leið, brött, getur verið erfið, ísöxi og mannbroddar æskilegir á veturnar. Upp á háfjallið að vestan er fylgt hrygg sem veit VSV í stefnu á Glerárdalshnjúk. Af fjallinu er afar víðsýnt í björtu veðri, enda Kerling hæsta fjall við Eyjafjörð. Mjög brött og erfið leið austur af háfjallinu og þaðan SA niður í Finnstaði […]

Súlur

Stikuð leið, greiðfær, talsvert brött efst. Mikið útsýni frá Ytri – Súlu til norðurs og austurs. Í góðu færi er stutt yfir á Syðri – Súlu með miklu útsýni til suðurs. Heimild (ofangreint): Glerárdalur, gönguleiðakort. Útgefandi: Ferðafélag Akureyrar – vefsíða. Súlur, oft kallaðar bæjarfjall Akureyrar eru 1.144 og 1.167 metra háar eru suðvestan við Akureyri. Þar […]

Vaglaskógur – Skógarleið

Gönguleiðin liggur frá tjaldstæði syðst í skógi og norður að gömlu bogabrúnni, samsíða aðalakvegi í gegnum skóginn. Leiðin liggur samsíða blárri gönguleið á kafla framhjá þjónustuhúsi, um birkiskóg og samsíða rauðri gönguleið um tjaldsvæði í Stórarjóðri. Leiðin endar við gömlu bogabrúna sem byggð var 1908. Þessi gönguleið er auðveld þar sem hæðarmunur er óverulegur. Leiðin […]

Streitishvarf

Mjög skemmtileg og létt gönguleið meðfram ströndinni við Streitishvarf. Gott er að ganga út frá afleggjara, niður að Streitisvita og með ströndinni í nágrenni vitans. Gæta skal varúðar á klettabrúnum við sjó. Heimild: Gönguleiðir í Djúpavogshreppi. Útgefandi: Djúpavogshreppur. Vefsíða Skemmtilegt útivistarsvæði fyrir alla fjölskylduna þar sem vel má dunda í nokkrar klukkustundir þó ofangreind leið […]

Kjalfjallstindur

Gengið er frá akveginum yfir Öxi eftir Kjalfjalli (Kistufelli) og áleiðis að Kjalfjallstindi sem er 1.116 metra hár. Þægileg ganga á þennan nyrsta tind Djúpavogshrepps. Heimild: Gönguleiðir i Djúpavogshreppi. Útgefandi: Djúpavogshreppur. Vefsíða    

Mosi – Grímudalur

Lagt er af stað frá Dalvíkurkirkju og gengið upp malarveg sem liggur til fjalls. Stikum er fylgt upp Moldbrekkur og áfram inn dalinn. Rétt neðan við kofann sem er í miðjum dalnum er farið fyrir brú og lagt á brattann upp í Grímudal. Þetta er fallegur og vel gróinn dalur með Grímufjall á vinstri hönd […]

Hánefsstaðareitur

Stutt og þægileg ganga um skemmtilegt skógræktarsvæði rétt utan Dalvíkur. Hentar öllum og upplagt að tölta eftir mat eða til að brjóta upp bílferð um svæðið. Upphafsmaður skógræktar á Hánefsstöðum var eldhuginn og athafnamaðurinn Eiríkur Hjartarson sem hóf þar skógrækt árið 1946. Eiríkur var einnig upphafsmaður Grasagarðsins í Reykjavík en hann var fæddur og uppalinn […]

Hólaland – Stórurð

Fremur létt gönguleið. Gengið er upp frá bænum Hólalandi innst í Borgarfirði. Farið er eftir jeppaslóð upp undir Tindfell. Síðan er liggur leiðin um Eiríksdalsvarp og inn yfir Lambamúla. Komið inn í Stórurð ofarlega. Stórurð eða Hrafnabjargaurð er í Hjaltastaðaþingá en hún tilheyrir jörðinni Hrafnabjörgum þaðan sem hún dregur nafn sitt. Stórurð er án efa […]

Urðarhólar

Stutt, létt gönguleið um fallegt líparíthraun. Farið er af jeppaslóðinni í Afrétt og gengið upp að Urðarhólavatni. Heimild: Gönguleiðir á Víknaslóðum. Útgefandi: Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystri o.fl. Vefsíða    

Borgarfjörður – Breiðavík um Víknaheiði

Létt gönguleið. Gengið er eftir góðum jeppaslóða. Leiðin liggur úr Afrétt, meðfram Gæsavötnum, niður Vatnstungur og síðan utan í Hvítafjalli. Heimild: Gönguleiðir á Víknaslóðum. Útgefandi: Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystri o.fl. Vefsíða Frábær leið, hvort sem hún er ekin, hjóluð eða gengin. Að mati vefstjóra ein fallegasti göngustubbur landsins. Þegar gengið er niður Víknaheiðina blasa Gæsavötnin við […]

Hvalvík – Glettingsnes

Fremur erfið gönguleið. Gengið út grófar skriður út Hvalvíl og brattar grasbrekkur niður á Glettingsnes. Hált í bleytu. Ekki fyrir óvant göngufólk. Til þess að komast að þessari leið þarf t.d. að ganga frá Breiðuvík, sjá hér eða frá Borgarfirði, sjá hér. Heimild: Gönguleiðir á Víknaslóðum Útgefandi: Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystri o.fl. Vefsíða Hvalvík er ekki […]

Brúnavík – Breiðavík um Súluskarð

Fremur létt gönguleið. Var algeng gönguleið fyrr á árum. Gengið er um gróið land og mela. Leiðin liggur meðfram Súlutindi, yfir Súluskarð, þaðan þvert yfir Kjólsvík og yfir Kjólsvíkurvarp til Breiðuvíkur. Breiðavík er landsnámsjörð. Þar segir Landnáma að Þórir Lína hafi numið land. Fyrir botni víkurinnar er breiður sandur og þar fellur Stóraá (víkurá) til […]

Borgarfjörður – Breiðavík um Gagnheiði

Létt gönguleið. Gengið eftir greiðfærri jeppaslóð. Leiðin liggur upp sunnan Svartfells, eftir Þrándarhrygg, Gagnheiði, niður Hesta og sem leið liggur niður að skýli og skála sem standa þar sem Litlaá og Stóraá mætast. Skemmtilegur útúrdúr eða aukaleggur væri að ganga frá Þrándarhrygg yfir Kjólsvíkurskarð, niður Kjólsvíkurmela, yfir Hall og niður Háuhlaup allt fram að gamla […]

Borgarfjörður – Brúnavík um Hofstrandarskarð

Létt gönguleið. Gengið er eftir grófri jeppaslóð yfir skarðið og síðan um graslendi út víkina. Borgarfjarðarmegin við Hofstrandarskarðið er fallegt útsýni, meðal annars ofan í Helgárgil, sem inniheldur mjög sérstakar og litskrúðugar líparítmyndanir. Brúnavík er  næsta vík sunnar Borgarfjarðar Eystri. Víkin sem er allbreið, horfir á móti norðaustri og upp af henni gengur fremur brattur […]

Borgarfjörður – Brúnavík um Brúnavíkurskarð

Fremur létt gönguleið en gengið er eftir greinilegum fjárgötum um graslendi. Leiðin var áður aðalgönguleiðin til Brúnavíkur. Brúnavík er  næsta vík sunnar Borgarfjarðar Eystri. Víkin sem er allbreið, horfir á móti norðaustri og upp af henni gengur fremur brattur dalur sem einkennist af grónum melhryggjum og mýrum. Í Brúnavík var löngum tvíbýli en hún fór […]

Papós – Kex – Papós

Þetta er gömul leið sem gjarnan var farin þegar bændur vestan úr sveitum voru að koma frá Papóskaupstað. Gengið er meðfram Kastá inn Kastárdal uns komið er fram á brúnina fyrir botni Kastárdals sem heitir Kex,  þar sér yfir Hornsvík og Stokksnes. Þar er farið beint niður skriðuna. Síðan er gengið fyrir Horn og endað […]

Papós – Horn

Leiðin er stórbrotin, en að mestu greið. Hún liggur um grýtta urð og lausar skriður á köflum en ætti að vera flestum fær. Á leiðinni er mikið um menningarminjar. Papósmegin má sjá rústir Papóskaupstaðar og rúst sem talin er vera frá því Papar dvöldust hér fyrir landnám. Á Hafnartanga eru rústir gamallar verstöðvar þar sem […]

Mosfell

Umhverfis Hafrahlíð

Gangan hefst við Hafrafellsrétt við Hafravatn. Þaðan eltum við í fyrstu slóða til norðausturs að Bjarnavatni (oft sagt vera Borgarvatn á kortum). Þaðan tökum við stefnuna beint til norðvesturs upp á Reykjaborg. Við höldum svo sömu stefnu niður meðfram Borgardal og þegar á jafnsléttu er komið höldum við að Vatnsvík í norðurenda Hafravatns. Þaðan fylgjum […]

Úlfarsfell

Gangan hefst við skógræktarsvæðið í vesturhlíðum Úlfarsfells þar sem góð bílastæði eru. Þaðan er gengið til norðurs meðfram Hamrahlíð og svo beygt inn dalinn til austurs meðfram veginum, að mestu eftir hitaveitustokkum. Þegar komið er að bílastæði við Skarhólamýri er tekin 90° beygja upp á fellið eftir greinilegum göngustíg þaðan sem haldið er á Stórahnjúk. […]

Inn á dal við Kirkjubæjarklaustur

Við erum stödd rétt norðan við Kirkjubæjarklaustur, nánar tiltekið við bæina Mörk og Geirland. Ekki algeng örnefni og þegar landakortið er skoðað má sjá þau nokkur sérstök hér í kring. Á sem heitir Rásin og önnur slík sem ber nafnið Stjórn. Blesahraun og Kylli – stafa – sjást líka og síðast en ekki síst Landnyrðingur. […]

Stakkholtsgjá

Ansi vinsæll viðkomustaðar ferðalanga á leið í Þórsmörk eða Bása. Ekki að ástæðulausu því Stakkholtsgjá er geysifalleg og magnþrungið náttúrufyrirbæri. Gjáin liggur hátt í tvo kílómetra inn í landslagið og rís hæst í um 100 metra hæð. Dásamleg gönguleið sem hentar öllum og enginn ætti að sleppa. Nánari lýsing: Stakkholt var afréttur  nokkura bæja undir […]

Nauthúsagil

Sannkölluð ævintýraferð sem reynir þó örlítið á fótafimi göngufólks. Stikla þarf á steinum eða vaða lítla á alloft á leið sinni inn í þetta fallega gil. Ekið er aðeins inn fyrir Seljalandsfoss og þar beygt upp að gilinu. Gangan er ekki löng en „klifra“ þarf örlítið á síðustu metrunum til að sjá fossinn í enda […]

Á skáldaslóð

Mjög auðveld og þægileg gönguleið enda öll á malbikuðum stíg. Gengið er frá skátaheimili í Mosfellsbæ sem er rétt suðaustan við íþróttahúsið. Farið undir Vesturlandsveg og eftir stíg til norðurs. Gengið meðfram Helgafelli og inn Mosfellsdal að Gljúfrasteini. Þar má taka strætó til baka eins og við gerum eða ganga sömu leið til baka. Nánari […]

Systrafoss – Systrastapi

Létt og þægileg gönguleið á söguslóðum kvenna. Hentar vel sem kvöldganga eða til að brjóta upp langan dag á akstri. Við leggjum við Systrafoss og göngum það eftir vegum og slóðum að Systrastapa. Klífum hann með aðstoð keðju og göngum svo sömu leið til baka. Nánari lýsing: Systrafoss er í ánni Fossá sem kemur úr […]

Hrútagjá

Magnað að sjá þessa gjá. Sýnir okkur hversu jarðhræringar eru megnugar. Helst dettur manni í hug að hér hafi goðin hlaupið um með risavaxinn plóg í eftirdragi. Við ökum Krýsuvíkurleið og beygjum inn á Djúpavatnsleið. Eftir stuttan akstur ökum við upp brekku og strax þar á eftir er bílastæði og skilti merkt Hrútagjá á hægri […]

Búrfellsgjá

Skemmtileg og þægileg gönguleið sem sýnir okkur hversu fallegan svip jarðhræringar setja á náttúru okkar. Í raun einstök gönguleið. Við ökum meðfram Vífilsstaðahlíð í átt að Hjöllum. Rétt áður en þangað er komið, stuttu eftir að malbiki sleppir er brött beygja á veginum. Þar á hægri hönd er varða og örfáum metrum síðar er bílastæði […]

Gjáin

Dásamlegt svæði, gjár, áin, klettar og skógi vaxið svæði. Og auðvitað þjóðarstoltið í hámarki því hér er þjóðveldisbærinn örstutt í burtu. Við hefjum gönguna við Stöng. Frá bílastæðinu liggur nokkuð greinilegur stígur til norðurs. Við eltum hann og fikrum okkur svo ofaní Gjánna eftir um eins kílómetra labb. Til baka förum við svo yfir ánna […]

Maríuvellir

Notaleg, stutt og upplögð gönguleið ef maður hefur lítinn tíma en vill aðeins losna við borgarstemminguna. Við finnum Sunnuflöt í Garðabæ en það er gatan beint vestan við gömlu skíðabrekkuna. Við enda götunnar er hægt að leggja 3 – 4 bílum án þess að eiga á hættu að trufla íbúa. Við göngum svo meðfram steypugímaldi, […]

Hattfell

Afskaplega fallegt fjall, svolítið sérkennilegt í laginu en þægilegt að ganga á þótt bratt sé. Gott útsýni. Ekið er út af vegi F261 eins og við séum að stefna í Emstrur, skála Ferðafélags Íslands á þeim stað. Eftir næstum slétta fimm hundruð metra stöðvum við bílinn. Uppgönguleiðin blasir við, nokkuð greinilegur hryggur sem liggur upp […]

Hellisskógur

Skemmtilegt útivistar- og skógræktarsvæði á vestari bakka Ölfusár. Kemur svolítið á óvart, maður á eiginlega ekki von á þetta stórum skógi þarna. Við ökum inn Ártún sem er sú íbúðargata sem er næst Ölfusárbrú að vestanverðu. Ökum inn fyrir byggðina og inn á svæði Skógræktarfélags Selfoss. Rétt eftir að við komum inn fyrir hliðið beygjum […]

Tungufoss

Stutt ganga eftir góðum stíg að fallegum fossi. Við hefjum gönguna við sundlaugina í Mosfellsbæ. Stefnum því sem næst beint til norðurs, förum yfir Varmá á göngubrú og höldum að Leirvogshverfinu. Yfir Köldukvísl er önnur brú og þar rétt fyrir ofan er fossinn. Gengin er sama leið til baka. Nánari lýsing: Þetta er ljúf leið […]

Helgafell í Mosfellsbæ

Stutt gönguleið sem þó opnar göngumönnum gott útsýni yfir vestari hluta höfuðborgarsvæðisins. Við ökum í gegn um Mosfellsbæ, beygjum inn Þingvallaveg og örstuttu síðar beygjum við til hægri inn á malarveg. Formlegt upphaf gönguleiðarinnar er við skilti en við keyrum aðeins lengra, kannski eina 300 metra og leggjum bílnum þar. Slóðann má sjá á ská […]

Reykjarhóll

Létt og þægileg gönguleið um skemmtilegt skógarsvæði ofan við Varmahlíð í Skagafirði. Við ökum upp í gegn um bæinn og framhjá sundlauginni að tjaldsvæðunum. Rétt áður en komið er að þeim vísar skilti frá Skógræktinni okkur að Reykjarhól en allt eins gott og jafnvel betra er að leggja á tjaldsvæðinu. Frá salernunum á tjaldsvæði er […]

Hrútey

Hreint og beint ótrúleg náttúruperla. Því miður aðeins hluti þeirra sem aka í gegn um Blönduós sem gefa sér tíma til að stöðva og ganga um þess eyju. Rétt ofan (austan) við N1 söluskálann beygjum við út af þjóðveginum til hægri (suðurs) niður að bílastæði. Þar göngum við yfir Blöndu á brú og göngum um […]

Borgarsandur

Borgarsandur er skemmtilegt svæði, sandhólar og fjara þar sem ungir og aldnir skemmta sér við göngu og leiki. Við hefjum gönguna á bílastæði við gömlu brúna yfir Héraðsvötn. Göngum yfir brúna og eftir sandinum inn að Sauðárkróki. Þar treystum við á far tilbaka. Nánari lýsing: Á bílastæðinu sjáum við fallega styttu. Hún heitir Ferjumaðurinn er […]

Sauðá

Stutt leið í miðjum Sauðárkróksbæ, kemur verulega á óvart. Við hefjum gönguna rétt við sundlaugina, upplagt er að leggja við hótelið (rauða stóra húsið) og ganga þaðan. Hægra megin við ána er góður stígur sem við fylgjum upp fyrir byggð og töltum svo sömu leið til baka. Nánari lýsing: Sauðá er bergvatnsá sem sprettur upp […]

Hólaskógur

Um skóginn ofan við Hóla í Hjaltadal liggja margir stígar enda svæðið ljúft útivistar og göngusvæði. Víða er hægt að leggja upp í göngu um skóginn en algengast er líklega frá anddyri Háskólans á Hólum eða frá tjaldsvæðunum í skóginum. Nánari lýsing: Hólar í Hjaltadal er líklega einn af þekktari sögustöðum þjóðarinnar og samofinn lífi […]

Héðinsfjarðarvatn

Með tilkomu jarðganga á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar opnaðist það göngugósenland sem Héðinsfjörður er. Kannski sjarminn og dulúð fjarðarins hafi minnkað eitthvað en aðgengið batnað. Hér göngum við umhverfis Héðinsfjarðarvatn sem er stutt og þægileg ganga. Við leggjum bílnum á gott bílastæði norðan vegar og göngum réttsælis vatnið. Reynum að trufla þá sem þarna eru […]

Botnsvatn

Fallegt dalverpi og því ansi ljúf gönguleið sem leiðir okkur umhverfis Botnsvatn. Ekið er upp úr miðjum Húsavíkurbæ, eftir Ásgarðsvegi og eftir um 3 mín akstur blasir vatnið við. Verulega fallegt útivistarsvæði og líklega vel nýtt af Húsvíkingum. Við leggjum á bílastæðinu og göngum umhverfis vatnið og endum á sama stað aftur. Nánari lýsing: Botnsvatn […]

Imbuþúfa

Stutt gönguleið sem leiðir okkur frá bílastæðinu á Hringsbjargi að betri útsýnistað ofar. Við leggjum á Hringsbjargi en þar stöðva flestir ferðamenn sem þarna eiga leið um. Förum yfir veginn og eltum mjög greinilegan stíg upp á hæðina fyrir ofan. Sama leið til baka. Nánari lýsing: Hringsbjarg er vinsæll áfangastaður ferðamanna á leið um Tjörnes […]

Dimmuborgir – Hverfjall – Jarðböðin

Dásamleg leið sem endar á þann hátt sem allar gönguleiðir eiga að enda, í náttúrubaði. Við hefjum gönguna á bílastæðinu við Dimmuborgir. Eltum góða stíga að Hverfelli en gleymum ekki að njóta undursins Dimmuborga. Förum upp á Hverfell og göngum hálfhring í kring um gíginn. Förum svo niður stíg að bílastæði, þaðan yfir girðingu á […]

Dimmuborgir – Hverfjall – Grjótagjá

Við hefjum gönguna á bílastæðinu við Dimmuborgir. Eltum góða stíga að Hverfelli en gleymum ekki að njóta undursins Dimmuborga. Förum upp á Hverfell og göngum hálfhring í kring um gíginn. Förum svo niður stíg að bílastæði, þaðan ágæta leið að Grjótagjá sem er enn eitt náttúruundrið á þessu svæði. Nánari lýsing: Dimmuborgir eru auðvitað fyrst […]

Botnstjörn í Ásbyrgi

Þessi gönguleið er eiginlega skylda. Örstutt en samt svo dásamleg. Ekið er innst inn í Ásbyrgi og gengið þaðan frá bílastæðinu eftir góðum og merktum stíg inn að Botnstjörn og tilbaka sömu leið. Nánari lýsing: Sagan segir að Ásbyrgi hafi myndast þegar Óðinn reið um himinhvolfin, þá steig hestur hans Sleipnir niður fæti og þannig […]

Búðará

Gönguleið sem kemur verulega á óvart. Umhverfi árinnar er fallegt og þar hafa verið útbúnir góðir stígar. Við hefjum gönguna við brúna yfir ána á aðalgötu bæjarins. Göngum með ánni í sveig upp að Hernámssafninu og sömuleið til baka. Nánari lýsing: Hægt er að lengja gönguleiðina en á Búðará eru tvær göngubrýr. Annarsvegar má ganga […]

Svartafjall

Stórkostlegt útsýni af þessu fjalli. Gangan ekki löng en alpalandslag Austfjarða blasir við þeim sem hana þreyta. Við ökum frá Eskifirði áleiðis á skíðasvæðið í Oddsskarði. Um 300 – 400 metrum áður en við komum af því sjáum við gamla veginn yfir Oddsskarð okkur á vinstri hönd og við hann er gönguleiðamerki. Við beygjum útaf […]

Helgustaðanáma

Fyrir börnin, jarðfræðiáhugamenn og í raun bara ansi marga. Svolítið sérstakt fyrirbæri hér á ferð. Silfubergsnáma þar sem enn má sjá Silfurberg. Við ökum til austurs út úr Eskifirði, út fyrir Mjóeyri og sjáum eftir töluverðan spotta bílastæði og vegleg skilti. Þar leggjum við bílnum og göngum upp að náminu eftir ágætis stíg. Sama leið […]

Fjarðará

Skemmtileg gönguleið meðfram fallegri á sem rennur niður brattar hlíðar Seyðisfjarðar og til sjávar. Eina vandamálið er að helst verður að ganga hana fram og tilbaka til að njóta hennar að fullu. Er það gert hér. Við hefjum gönguna við Fjarðarselsvirkjun. Byrjum á að fara yfir ána á brú og eltum svo ágætlega stikaða leið […]

Pétursey

Fín gönguleið á skemmtilegt fjall þar sem fæst ágætis útsýni yfir nærsveitir og fjöll sunnan Mýrdalsjökuls. Við ökum inn vestari afrein vegs nr. 219 og eftir um það bil 700 metra sést einmana en þokkalega stórt tré við fjallshlíðina. Ofan við það tré má sjá grasbrekku sem nær því sem næst upp á topp. Eftir […]

Reynisfjall

Geysilega fallegt fjall með snarbröttum hlíðum á flesta vegu. Góð og ansi skemmtileg leið liggur upp á fjallið frá þorpinu. Vegurinn er greinilegur og sikk sakkar upp fjallið og er ágætur til göngu. Gengin er svo sama leið tilbaka. Nánari lýsing: Reynisfjall telst frekar stórt fjall. Það er um 5 km. á lengt frá suðri […]

Hatta

Skemmtileg og þægileg ganga upp á „hitt“ fjallið ofan við Vík í Mýrdal. Við ökum upp að kirkjugarðinum og göngum upp góða grasbrekkku út frá norðausturhorni garðsins. Þegar upp er komið getum við látið staðar numið eða það sem betra er, gengið til austurs út á Víkurhamra eða til vesturs á toppinn. Seinni möguleikinn er […]

Vindbelgjarfjall

Þó ekki væri það nema fyrir að geta sagst hafa gengið á fjall með þessu sérkennilega nafni. En útsýnið yfir Mývatnssvæðið er líka eitt og sér þess virði að ganga á Vindbelgjarfjall eða Belgjarfjall eins og sumir Mývetningar nefna það. Við leggjum bílnum rétt vestan við bæinn Vagnbrekku. Þaðan er um hálftíma gangur rösklega að […]

Ljótipollur

Fáfarin en skemmtileg gönguleið. Ekki láta duga að keyra upp og horfa, töltum hring. Leiðin er einföld, við göngum til norðurs og svo höldum við hæð og göngum hringinn í kring um þennan fallega Ljótapoll. Nánari lýsing: Skemmtilegt útsýni opnast fyrir okkur, meðal annars yfir Tungná, Blautuver og víðar. Ljótipollur er syðsti gígurinn í Veiðivatna […]

Hoffellsjökull

Stutt en skemmtileg gönguleið meðfram fallegum skriðjökli. Ágætlega ósnortið svæði. Við ökum inn að Hoffellsjökli, vegur 984 og leggjum við bílastæðið þar. Göngum svo hægra megin inn með jöklinum meðfram Húsbjörgum og ofan við Geitafellsbjörg að Efstafellsgili. Sama leið til baka. Nánari lýsing: Hoffellsjökull er nyrstur þeirra jökla sem ganga úr Breiðabungu á Vatnajökli. Hann […]

Hveradalahringur (neðri)

Ótrúlegir litir, ótrúlega ósnert umhverfi og því eðlilega ótrúleg gönguleið. Lagt á bílastæði og þaðan gengið um Neðri Hveradali um merkta gönguleið um svæðið og svo aftur að bílastæðinu. Nánari lýsing: Kerlingarfjöll eru glæsilegur fjallgarður sem rís yfir nágrennið. Hæstu fjöll þar eru Snækollur (1.490 m.y.s.), Fannborg(1.450 m.y.s) og Snót og Loðmundur (1.420 m.y.s.). Þarna […]

Hraunhafnarviti

Ansi hreint skemmtileg gönguleið á næstnyrsta anga landsins. Bílastæði er við Hraunhafnarvatn. Bílslóði liggur út á tangann en það er bæði fljótlegra og skemmtilegra að ganga. Leiðin er auðrötuð, við eltum vegslóðann út að vita og til baka. Nánari lýsing: Hraunhafnarviti er aðeins 3 km. sunnan við heimskautsbaug en hann stóð áður á Rifstanga sem […]

Eyjafjarðará, gömlu brýrnar

Ljúf og skemmtileg gönguleið sem er mikið nýtt af Eyfirðingum sem heilsubótarganga. Hefst við bílastæði við suðurenda flugvallar. Liggur svo suður fyrir völlinn og yfir að Eyjarfjarðarbraut vestri. Góður stígur og merktur. Fín fræðsluskilti á leiðinni. Nánari lýsing: Lengi vel voru Eyjafjarðarár mikill farartálmi. Gjarnan var farið yfir á svokölluðum Hólmavöðum og var það kallað […]

Látrabjarg

Flestir er heimsækja Látrabjarg gera það raunverulega ekki, eða hvað? Að minnsta kosti vestasta odda þess og um leið vestasta odda Íslands og reyndar Evrópu. Leiðin okkar liggur meðfram Látrabjargi um sex kílómetra leið upp á hæsta hluta bjargsins, Hvanngjáarfjall. Gengin er svo sama leið tilbaka. Nánari lýsing: Benda skal á að þessi leið er […]

Hvaleyrarvatn

Eitt fallegasta vatnið í nágrenni höfuðborgarsvæðisins eða réttara sagt eitt fallegasta umhverfið. Við leggjum bílnum við fyrsta bílastæðið þegar við komum frá Kaldárselsvegi en þar fyrir framan er Sandvík. Göngum svo umhverfis vatnið á ágætis stíg og endum aftur á bílastæði. Þeir sem vilja lengja hringinn eða taka annan lítinn með geta gengið hring í […]

Íshellar Hrafntinnuskeri

Íshellar hafa einkennilegt aðdráttarafl en eru um leið afar hættulegir yfirferðar. Seinniparts- eða kvöldganga úr Höskuldsskála í íshella Hrafntinnuskers freistar marga og ekki að undra. Yfirleitt er besta leiðin að fara beint yfir skerið að íshellasvæðinu. Nánari lýsing: Rétt er að taka það fram að lífshættulegt getur verið að fara inn í íshelli. Hrun er […]

Námafjall

Þessi leið okkar hefst í miðju Námskarði en þar hoppum við út úr bílnum og sendum bílstjórann niður að Hverarönd. Við göngum hinsvegar sem leið liggur á fjallið eftir litlum hrygg. Þegar við komum upp göngum við alveg til suðurs og þaðan svo á ská niður að Hverasvæðinu. Athugið að þetta er frekar bratt og […]

Skútustaðagígar

Hálfgerð ferðamannaleið en eigi að síður gaman að ganga. Er að mestu stikuð þó þeim sé misjafnvel vel við haldið. Hefst og endar á sama stað rétt við hótelið. Nánari lýsing: Eins og allstaðar við Mývatn þá er fuglalífið mikið við Skútustaðagíga og má sjá bæði vatna- og mófugla. Gígarnir voru friðlýstir sem náttúruvætti árið […]

Hverfjall – Hverfell

Svipað og Skútustaðagígar má kalla þessa gönguleið hálfgerða ferðamannaleið. Hún er þó fyllilega þess virði því Hverfjall – Hverfell er einstakur gígur og fyllilega þess verður að sjá. Vegur liggur að fjallinu norðvestanverðu og þar hefjum við gönguna. Stígurinn er afar greinilegur, stikaður og merktur og fylgjum við honum á fjallið, göngum hringinn í kring […]

Hamraskógur

Ef börn eru með í för og dvalið er í Þórsmörk þá er þetta gönguleiðin sem ætti að velja. Að ganga um Hamraskóg er ævintýri, öðruvísi en líka bara ævintýri. Leiðin er einföld, þetta er síðasti spotti Laugavegarins og því vel merkt sem slík. Litlu lengra úr Langadal en Húsadal. Nánari lýsing: Hamraskógur hafa verið […]

Snorraríki

Stutt gönguleið að skemmtilegum hellisskúta sem gefur tilefni til að rifja upp missannar sögur af sauðaþjófum og útilegumönnum. Hvort sem gengið er úr Húsadal eða Langadal er spottinn um einn kílómetri og í báðum tilfellum eftir góðum stígum og vel merktum. Nánari  lýsing: Búið er að smíða góðan pall fyrir neðan hellisskútann en vara ætti […]

Valahnúkur

Eitt af vinsælli gönguleiðum í Þórsmörk enda ljómandi útsýni af þessu fjalli þó ekki sé það mjög hátt. Við hefjum gönguna við Skagfjörðsskála í Langadal. Þaðan liggur merkt og ágæt leið á topp hnjúksins og við höldum svo sömu leið til baka. Nánari lýsing: Er upp er komið blasir við ljómandi útsýni. Vel sést yfir […]

Álftavatnakrókur

Dásamleg gönguleið, einhvern veginn svo öðruvísi, ekki íslensk. En hér fylgjum við í raun fyrsta legg hins svokallaða Strútsstígs. Við hefjum gönguna í Hólaskjóli við Lambaskarðshóla. Eltum greinilegan stíg upp í hraunið, framhjá veglegum en nafnlausum fossi, oft kallaður Litli Gullfoss eða Silfurfoss. við göngum svo á nokkuð sléttum völlum með  Hánípu og  Bláfjall okkur […]

Vondugil

Ef það teldist góð vinnubrögð að skrifa VÁ í gönguleiðalýsingu væri það gert hér. Stórkostlegt svæði með ótrúlegri litadýrð. Við hefjum gönguna við skála Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum. Fyrsti leggurinn er sameiginlegur með þeim sem eru að ganga Laugaveginn. Rétt áður en við byrjum að hækka okkur að Brennisteinsöldu er skilti sem bendir til hægri. […]

Atlavík

Þægileg og auðveld gönguleið sem hentar vel þeim er dvelja í náttúruparadísinni Atlavík í Hallormsstaðaskógi. Gönguleiðin hefst austast í víkinni, alveg niður við fjöru. Höldum upp bratta brekku en eltum svo góðan stíg alla leið að Trjáasafni og þaðan upp að gamla söluskálanum. Gengin er svo sama leið til baka. Nánari lýsing: Hallormsstaðaskógur er stærsti […]

Fiskbyrgi

Svo stutt leið að það er á mörkum þess að hægt sé að kalla þetta gönguleið. Hinsvegar eru þetta svo magnaðar minjar og að þeim þarf að labba svo við setjum þetta hér inn. Lagt er á litlu bílastæði næstum beint á móti Gufuskálum. Þaðan er stikaður slóði yfir í hraunjaðarinn þar sem Fiskbyrgi eru […]

Útigönguhöfði

Æðisleg gönguleið þó hún sé örlítið brött á fótinn aðra leiðina. Hefst við skála Útivistar í Básum á Goðalandi og fylgt er góðum og merktum stíg upp á fjallið. Efsti hluti leiðar er frekar brattur en þar eru höld, keðjur fólki til stuðnings. Mælt er með að fara sömu leið til baka. Nánari lýsing: Útigönguhöfði […]

Karl og Kerling

Létt og þægileg leið sem hefst á bílastæðinu við Hljóðakletta. Þaðan er gengið í átt að Jökulsá eftir merktum og stikuðum stíg. Gengið er að útsýnisstað þar sem sést vel yfir þau klettahjón. Þaðan er farin sama leið til baka. Nánari lýsing: Karl og Kerling eru talinn vera tröllahjón sem döguðu uppi þarna eftir eitthvert […]

Vífilsfell

Vinsælt til göngu enda af því ljómandi gott útsýni til höfuðborgar og fjalla í norðri og austri. Við beygjum út af Suðurlandsvegi  og stefnum að malarnámum í mynni Jósepsdals. Þar leggjum við bílnum við nokkuð greinilegan stíg sem liggur upp á hrygg sem kemur úr austanverðu fjallinu. Stígurinn er augljós alla leiðina upp en fyrri […]

Bláhnjúkur

Stórkostlegt útsýnisfjall þegar vel viðrar. Líklega má sjá á annan tug jökla frá tindinum. Bláhnjúkur rís um 945 metra yfir sjávarmál og er nokkuð bratt að sjá. Ganga á það er þó nokkuð auðveld.  Skýr og góður stígur er meira og minna alla leið á toppinn. Þar geta göngumenn blásið mæðinni og dundað sér við […]

Víknaslóðir

Víknaslóðir eru göngusvæði sem engan svíkur. Þar blandast saman fallegir firðir og víkur, líparítfjöll og glæsileg fjallasýn hvert sem litið er. Gangan hefst á Borgarfirði Eystri. Yfirleitt er hún gengin á þremur dögum en einnig er hægt að bæta við degi og ganga alla leið til Seyðisfjarðar. Hægt er að gista í skálum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs […]

Sveinstindur

Í stuttu máli  er Sveinstindur (1.090 m.y.s.) eitt flottasta útsýnisfjall landsins ef skyggni er gott. Ekki er það endilega svo að svo margt sjáist þó vissulega sé það þannig heldur er útsýnið magnþrungið. Lakagígar, Langisjór, Vatnajökull og Fjallabakið. Gönguleiðin er nokkuð auðveld þó á brattann sé. Stígurinn er vel greinilegur enda má búast við töluverðum […]

Suðurnámur

Það er erfitt að lýsa göngu um svæðið í kring um Landmannalaugar. Það eru hreinlega ekki til orð sem eru nógu sterk. Litapalletta skaparans hefur verið með stærra móti þegar hann skapaði þetta svæði. Ganga á Suðurnámur (920 m.y.s.) er upplifun sem aldrei gleymist slík er litadýrðin, fjölbreytileikinn og fegurðin. Að reyna að lýsa henni […]

Strákagil

Sannkallað ævintýraland fyrir börn á öllum aldri. Á þennan hátt mætti vel lýsa Strákagili sem er rétt austan við aðstöðu Útivistar i Básum á Goðalandi. Gengið er frá skálunum fyrir Bólfell eftir mjög greinilegum stíg. Skilti vísa líka leiðina en þessi fyrsti spotti er einnig leið þeirra sem fara á Fimmvörðuháls. Þegar komið er framhjá […]

Silfurfoss við Hólaskjól

Rétt er strax að taka fram að nafnið Silfurfoss sést hvergi á kortum heldur hefur því verið kastað fram af og til. Ekkert annað örnefni er til yfir fossinn svo við vitum til. En hann er tignarlegur og því verið líkt við Gullfoss á þennan hátt. Litli Gullfoss er líka nafn sem hefur verið sett […]

Rauðibotn, Hólmsárlón

Ekki mjög fjölfarin leið en þó skemmtileg og alls ekki löng né erfið. Við hefjum gönguna við bílastæði austan Hólmsár á Mælifellssandi. Þaðan er nokkuð greinileg slóð sem liggur í norðvestur. Við fylgjum henni en stefnan er tekin á eystri brún Rauðabotns. Þaðan göngum við svo í hlíðum austan Hólmsárlóns. Ekki er um greinilegan stíg […]

Ófæruhöfði (Ófæra)

Ófæra ( 860 m.y.s.) eða Ófæruhöfði er skemmtilegt fjall sem flestir aka eða ganga framhjá. Það liggur því sem næst mitt á milli Hvanngils og Álftavatns. Útsýni af fjallinu er æði skemmtilegt og þá sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að hækkun er ekki nema tæpir þrjú hundruð metrar. Hægt er að leggja bílnum […]

Lauganes

Fæstir hafa ef til vill hugsað sér Laugarnesið í Reykjavík sem göngusvæði. Staðreyndin er hinsvegar sú að þarna er bæði ljómandi skemmtilegt að ganga en ekki síður fjölbreytt. Upplagt er að leggja bílnum við listasafn Sigurjóns Ólafssonar. Þar eru fín bílastæði. Leiðin liggur svo til að byrja með aðeins tilbaka að húsi Hrafns Gunnlaugssonar en […]

Laugahringur (Grænagil)

Líklega ein vinsælasta gönguleið landsins. Enda er hún fjölbreytt, auðveld og sýnir okkur undur Landmannalaugasvæðisins ansi vel. Hún hefst við skála Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum. Gengið er beint í átt að hesthúsinu (bragganum) og þaðan eftir slóðinni meðfram hrauninu. Þegar komið er að ánni, læknum er beygt inn í Grænagil eftir nokkuð skýrum slóða. Leiðin […]

Hvanngilskrókur

Skemmtileg ganga, hringur um nágrenni Hvanngils á Laugaveginum. Lagt er í hann frá skálanum í Hvanngili og haldið beint af augum eða til norðausturs. Gengið er inn eftir grasi vöxnu dalverpi og er stígurinn nokkuð augljós. Stikur eru að einhverju leyti til staðar eða voru að minnsta kosti þegar sá er þetta skrifar gekk þetta […]

Gvendarskál í Hólabyrðu

Ganga okkar í Gvendarská hefst við skólahúsið á Hólum í Hjaltadal. Rétt ofan við aðalinnganginn á finna merkta stíga og einum þeirra fylgjum við í gegn um Hólaskóg. Sá hluti leiðarinnar er skemmtilegur enda ekki oft sem við íslendingar göngum í skógi hérlendis. Þegar skóginum sleppir er stígurinn ekki eins greinilegur en þó nægilega. Leiðin […]

Grótta

Gönguleið um vestasta hluta Seltjarnarnes er fín afþreying. Stutt er að fara og margt þar að sjá enda staðurinn vinsæll. Við hefjum gönguna á bílastæðinu við Gróttu. Ef sjávarföll leyfa er upplagt að skjótast út í Gróttu og skoða vitann. Eftir það höldum við meðfram stígnum í átt að svæði golfklúbbsins. Við göngum með Bakkatjörn […]

Glanni, Paradísarlaut

Gönguferð að Glanna og í Paradísarlaut er ekki löng. Og líklega hafa margir stöðvað þar á leið sinni um Borgarfjörð. Gangan er líka svo sannarlega þess virði því þessir staðir eru svolítið eins og annars heims. Rétt áður en komið er að Bifröst er beygt út af veginum til hægri og er staðurinn merktur. Stígurinn […]

Brennisteinsalda

Brennisteinsalda (881 m.y.s.) er eitt af fallegri fjöllum landsins að mati þess er þetta ritar. Á hverju ári ganga þúsundir göngumanna framhjá fjallinu á leið sinni um Laugaveginn. Fæstir ganga þó á fjallið enda góð ganga fyrir höndum. Leiðin er ekki flókin en best er að ganga upp á hrygginn norðvestan í fjallinu. Þaðan er […]

Lóndrangar

Við hefjum gönguna við húsin á Malarrifi. Lagt er við efsta húsið og við næsta hús hefst stígurinn. Hann er mjög greinilegur, stikaður og liggur meðfram fjörunni að Lóndröngum. Stígurinn er fær öllu göngufæri fólki en á smákafla rétt við Lóndranga er gengið i fjörugrjóti. Það gæti reynst eldra fólki erfitt en með smá stuðningi […]

Umhverfis Bessastaðatjörn

Ganga okkar hefst við óformlegt bílastæði við Kasthúsatjörn. Ekið er eftir Norðurnesvegi til að komast þangað. Við göngum svo beint í norðaustur eftir malarstíg. Við förum framhjá húsagötu og komum þá á malarveg sem við fylgjum í sveig meðfram Seylunni. Við erum þá með Bessastaðatjörn á hægri hönd og sjó á þá vinstri. Líklegt er […]

Straumur (Straumsvík)

Frábært göngusvæði við jaðar höfuðborgarsvæðisins. Svæði sem svo sannarlega leynir á sér. Við hefjum gönguna við húsin í Straumi en þar er góð bílastæði. Gönguleiðin er einföld. Við fylgjum veginum eins langt og hann nær og leyfum okkur að ganga slóða sem liggja út frá honum. Við göngum svo sömu leið til baka. Nánari lýsing: […]

Ástjörn – Ásfjall

Eitt besta útsýnisfjall höfuðborgarsvæðisins – mögulega líka það eina. Af Ásfjallli sést afskaplega vel yfir byggðir og ekki síður fjallahringinn umhverfis. Við leggjum bílnum við Ásvallalaug eða íþróttasvæði Hauka. Þaðan göngum við meðfram veginum með Ástjörn á hægri hönd. Leiðin liggur svo á stíg upp á við meðfram byggðinni. Við förum svo út af malbikuðum […]

Umhverfis Hafravatn

Upplagt er að hefja þessa göngu okkar við Hafravatnsrétt. Þar hefjast líka fjöldi annara gönguleiða sem Mosfellsbær hefur merkt og stikað. Gott framtak á þeim bænum. Við göngum hér til norðurs meðfram akveginum en að mestu er hægt að ganga í eða við fjöruna neðan við veginn. Við Vatnsvík beygjum við út af veginum og […]

Ofan Rauðavatns

Gönguleið sem kemur skemmtilega á óvart, enn ein perlan í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Við byrjum á því að aka að Morgunblaðshöllinni í Hádegismóum og niður slóða þar að Rauðavatni, ökum örstutt meðfram vatninu og svo slóða upp brekku framhjá sumarhúsi. Þar finnum við bílastæði og skiljum bílinn eftir. Við eltum svo góðan göngustíg sem liggur upp […]

Umhverfis Elliðavatn

Ágætlega drjúg ganga en alls ekki erfið. Kemur nokkuð vel á óvart enda gaman að upplifa breytingar og fjölbreytni umhverfis Elliðavatns. Við hefjum gönguna við Elliðavatn, bæinn. Bílinn skiljum við eftir á bílastæðinu og göngum beint niður að vatninu. Við eltum þar góðan göngustíg og má segja að hann leiði okkur hálfan hringinn. Þegar við […]

Heiðmörk

Það er ansi víða hægt að ganga í Heiðmörk enda dásamlegt útivistarsvæði og það rétt við borgarmörkin. Hér er ein leið, stuttur hringur sem hefst á bílastæðinu rétt við Maríuhella. Ekið er framhjá Vífilsstaðavatni og Vífilsstaðahlíð og þá birtist stæðið strax á vinstri hönd. Þaðan liggur stígur beint áfram meðfram hlíðinni. Við fylgjum honum að […]

Umhverfis Vífillsstaðavatn

Þessa ágætu gönguleið þekkja nú margir en fjölfarinn. Stuttur hringur umhverfis Vífilsstaðavatn sem er rétt við bæjarmörkin en samt svo afskekktur frá borgarnið og bílaumferð. Lagt er á öðru hvoru bílastæðinu vestan við vatnið og svo gengið umhverfis, hvorn  hringinn sem maður vill. Nánari lýsing: Vífilsstaðavatn og nágrenni er friðlýst svæði síðan 2007. Friðlýsingin nær […]

Öndverðarnes – Gufuskálar

Ansi hreint fjölbreytt og skemmtileg gönguleið. Eini gallinn á henni er sá að upphafs- og endastaður er ekki sá sami svo skipuleggja þarf gönguna með það í huga. Gangan hefst á vestasta odda Snæfellsnes og þaðan eltum við slóða sem er víða stikaður en ekki alls staðar að Gufuskálum. Í stuttu máli má segja að við […]

Hólahringur (Hólahólar)

Gönguleið sem kemur verulega á óvart og virðist ekki mjög fjölfarin. Um 3ja mínútna akstur er að bílastæðinu þar sem gangan hefst og er slóðinn örlítið sunnar en slóðinn að Hólahólum. Skilti segir Hólavogur. Fyrst er gengið örstutt niður að sjónum en slóðinn svo eltur til hægri. Örstuttu síðar skiptist hann og þá er mikilvægt […]

Hólavogur – Klofningsrétt

Dásamleg gönguleið í afar fjölbreyttu en nokkuð þægilegu göngulandslagi. Hraun, fjara, mosi, grónar kindagötur og gamlar minjar. Hvað meira er hægt að biðja um ? Við hefjum gönguna niðri við Hólavog en þar er bílastæði. Fyrsti leggurinn liggur neðan við Hólahóla en mjög fljótt komum við að hrauni. Athugið að stígurinn skiptist tvisvar í tvennt […]

Beruvík – Klofningsrétt

Fyrir þá sem hafa gaman af því að bregða sér aftur í tímann er gönguleið um Beruvík vel til fundin. Ekinn er örstuttur slóði að bílastæði þar sem bílinn er skilinn eftir. Þaðan er um 10 mínútna ganga eftir gömlum akvegi að Beruvík. En þessi leið liggur lengra þvi við göngum einnig að Klofningsrétt sem […]

Miðfell á Snæfellsnesi

Skemmtileg leið á gott útsýnisfjall þar sem sést vel yfir vestasta hluta Snæfellsness. Gangan hefst á sama stað og ganga á Hreggnasa við mynni Eysteinsdals. Þar er bílastæði og upplagt að skilja bílinn eftir. Við eltum svo stikaðan stíg sem liggur á Hreggnasa upp á fyrsta hálsinn. Þegar sú leið heldur til hægri tökum við […]

Hreggnasi

Ótrúlega fallegt fjall sem þó krefst lítillar orku og tíma til að ganga á. Miklu meira en vel þessi virði. Ekið er upp Eysteinsdal en það er vegur sem er fær öllum bílum. Þegar stutt er eftir að vegalokum er skilti, bílastæði og bekkur á hægri hönd og þar hefjum við gönguna. Gengið er eftir […]

Klukkufoss

Örstutt og þægileg ganga eftir góðum og vel gerðum stíg. Gangan hentar því öllum. Fossinn er fallegur þó lítill sé. En fegurð þessarar gönguleiðar liggur líka í staðsetningu fossins.  Beint neðan við Hreggnasa og því afar fallegt að horfa upp eftir fossi og fjalli. Nánari lýsing: Fossinn er í á er heitir Móðulækur og flestir […]

Snekkjufoss

Leið sem kemur alveg hreint dásamlega á óvart. Örstutt labb í að því er virðist nokkuð sléttu landslagi þegar allt í einu opnast þetta líka fallega gljúfur. VÁ datt upp úr þeim er þetta skrifar. Ekið er upp í Eysteinsdal og ekki löngu eftir að farið er framhjá Rauðkolli og Klukkkufossi birtist skilti að Snekkjufossi […]

Rauðhóll

Létt og skemmtileg hringleið. Beygt er upp Eysteinsdalinn og mjög fljótlega komum við að bílastæði og skilti á hægri hönd sem vísar á hólinn. Leiðin er stikuð og fer í hring svo enginn ætti að eiga í vandræðum með að feta þessa leið. Nánari lýsing: Gríðarlega mikið hraun rann þegar Rauðhóll gaus. Kallast það Prestahraun […]

Írskra brunnur – Gufuskálavör

Örstutt og létt gönguleið sem hentar flestum. Tvær af merkari söguminjum Snæfellsnes sem heimsóttar eru hér og nauðsyn að skoða og sjá. Ekið er eftir stuttum vegslóða út af veginum rétt sunnan við Gufuskála. Þar er gott bílastæði, beint við Írskra brunn og þaðan gengið að Gufuskálavör og tilbaka. Nánari lýsing: Írskra brunn er skemmtilegt […]

Saxhóll

Það er varla hægt að kalla gönguna á Saxhól gönguleið – svo stutt er hún. En ástæðan fyrir því að gangan er sett er einfaldlega sú að þetta er magnaður hóll. Og það tekur um 5 mínútur að labba upp á hann og stundum er það bara alveg hreint ágætasta ganga. Nánari lýsing Stuttur slóði […]

Um garða Reykjavíkur

Hér er ekki um að ræða hefðbundna leiðarlýsingu heldur frekar ábendingu um góða og öðruvísi gönguferð. Reykjavíkurborg hefur gefið út kort er heitir Garðvísir og er leiðarvísir um garða borgarinnar. Gera má úr því góða gönguleið og fræðast í leiðinni. Reyndar var búið að færa korti í hillur með seldum kortum núna í sumar (2012), […]

Mælifell í Skagafirði

Hér höldum við á eitt besta útsýnisfjall landsins enda er það talið sjást frá frá tíu af rúmlega tuttugu sýslum Íslands. Ekið er inn Skagafjörð frá Varmahlíð, veg 752 og beygt svo til hægri (vestur) Efri Byggðarveg nr. 751. Eftir stuttan akstur þar eltum við slóða til vinstri inn Mælifellsdalinn. Rétt við Moshól hefst svo […]

Miðfell við Flúðir

Ljúf gönguleið á skemmtilegt fjall í Hreppum. Alls ekki erfið leið og hentar því flestum gönguvönum. Best er að ganga á fjallið að norðaustan og er smá útskot við veginn þar sem við leggjum í hann. Leiðin liggur á ská til vinstri upp á fellið og þar er upplagt að ganga hring á fjallinu til að […]

Laki

Stutt gönguleið á þennan fræga gíg. Vel þess virði því þrátt fyrir að hækkun sé ekki nema rúmir 200 metrar er útsýnið gott. Við skiljum bílinn eftir á stæðinu en þar eru líka upplýsingaskilti og salerni. Slóðin á fjallið er skýr og við því ekki í neinum vandræðum með að fylgja henni. Þegar á toppinn […]

Markarfljótsgljúfur frá Emstrum

Bráðnauðsynleg kvöld- eða seinnpartsganga frá skála Ferðafélags Íslands í Emstrum. Þokkalega vinsæl leið hjá þeim sem ganga Laugaveginn og eiga orku eftir til gönguferða  eftir afrek dagsins. Við göngum upp brekkuna frá skálanum og eftir stutta vegalengd sjáum við slóða er liggur á ská til hægri. Við eltum hann upp á hálsinn og út eftir […]

Álftaskarð við Álftavatn

Létt og þægileg gönguleið meðfram vatninu að Álftaskarði. Auðrötuð en við hefjum gönguna við skála Ferðafélags Íslands og göngum að skarðinu sem sjá má svo til beint til vesturs. Ekið er í gegnum skarðið rétt hægra megin við skútann sem við stefnum á. Farin er svo sama leið til baka. Nánari lýsing: Á síðustu og […]

Að Entujökli

Þessi gönguleið gæti allt eins heitið „Landslag undir jökli“ því hér er gengið um slóðir sem voru undir Entujökli fyrir ekkert svo mörgum áratugum. Við ökum út af veginum rétt við Emstrur, beint fyrir neðan Tudda og Tvíböku. Ökum inn slóðina og stöðvum við Mófellshnausa þar sem gangan hefst. Hér fylgjum við ekki ákveðinni slóð […]

Við Stóru- Giljá

Þetta er stutt og þægileg ganga og hentar afskaplega vel til að brjóta upp langan bíltúr t.d. milli Reykjavíkur og Akureyrar, þá sérstaklega þegar ungt fólk er með í för. Bærinn Stóra-Giljá er rétt vestan við Blönduós og hefst gangan við bílastæðið við ána eða bæinn, hægra megin þegar ekið er norður og gengið er […]

Á svig við Bíldsfell

Við hefjum gönguferð okkar við Ljósafossvirkjun en í nágrenni hennar eru stærstu sumarhúsasvæði landsins, það er í Grafningi, Grímsnesi og við Þingvallavatn.  Leiðin sem við ætlum að ganga liggur frá Ljósafossvirkjun og eftir bílslóða niður að bænum Bíldsfelli.  Þetta er einkar skemmtileg leið sem kemur verulega á óvart og má bæði bæði ganga hana en […]

Laugavegurinn

Vinsælasta lengri gönguleið  landsins og ein af þekktari og vinsælli gönguleið heimsins í dag. Gengin á tveimur – fjórum dögum, oftast þó líklega á þremur til fjórum dögum. Lagt er af stað í Landmannalaugum og gengið suður hálendið í Þórsmörk eða Bása. Leiðin er alls rúmir 53 km og er því hófleg ganga á þessum […]

Arnarstapi – Hellnar

Afskaplega ljúf og góð gönguleið. Nokkuð fjölfarinn enda hefst hún við eitt vinsælasta tjaldsvæði á þessum hluta Snæfellsnes. Við byrjum við styttuna af Bárði Snæfellsás og höldum eftir stíg beint niður að sjónum. Þaðan förum við til hægri og höldum okkur við stíginn alla leið að Hellnum. Þar má húkka far eða nýta okkur fórnfúsa […]

Fimmvörðuháls

Ein af fallegri gönguleiðum landsins. Útsýnið er blasir við þegar komið er fram á brúnir og horft yfir Bása, Almenninga og Þórsmörk er ólýsanlegt. Eitt VÁ, hvíslað af vörum þess sem gengur þar í fyrsta sinn er eitthvað sem ekki er óalgengt. Hér er leiðinni lýst miðað við að gengið sé frá Skógum yfir í […]

Kjarnaskógur

Hér er ekki um eina gönguleið að ræða heldur frekar ábendingu um fjölda gönguleiða og fræðslu um gott útivistarsvæði. Hægt að leggja bíl á mörgum stöðum en á svæðinu eru leiktæki, grill, blakvöllur og sérhönnuð fjallahjólabraut. Nánari lýsing: Það var árið 1946 sem Skógræktarfélag Akureyrar fékk landið Kjarnaland til eignar. Landið var venjulegt beitarland en […]

Djúpalónssandur – Dritvík

Stutt og skemmtileg gönguleið en þó örlítið óslétt á köflum. Í raun synd að bara hluti þeirra sem heimsækja Djúpalónssand skuli tölta þarna yfir. Gönguleiðin hefst neðst í sandinum, hægra megin ef horft er yfir sjóinn. Hún liggur í gegnum hraunið yfir í Dritvík. Við göngum svo sömu leið til baka aftur. Nánari lýsing: Hið […]

Glymur

Hæsti foss landsins, hver vill ekki ganga umhverfis hann? Við leggjum bifreiðinni á bílastæði innst í Botnsdal. Þaðan liggur stígur, augljós og að mestu góður inn að Botnsá þar sem oftast, að minnsta á sumrin má finna trjábol og reipi sem nýta má til að komast yfir ánna. Stígurinn liggur svo upp með ánni að […]

Valahnúkar, hringleið

Ef finna á góða fjölskyldugöngu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hlýtur þessi leið að verða ofarlega á listanum. Slétt og þægileg, greinileg og á rúmlega miðri leið er ævintýraparadísin Valaból. við hefjum leiðiana við bílastæðið við Vavatnsból Hafnfirðinga rétt við Kaldársel. Mjög greinilegur slóði er stærsta hluta leiðarinnar og er hún stikuð. Er það sama slóð og […]

Helgafell, Hafnarfirði

Líklega næstvinsælasta fjallgönguleið höfuðborgarbúa, á eftir Þverfellshorni en afar skemmtilegt fjall. Við leggjum bílnum á stæði rétt ofan við Kaldársel. Gangan er nokkuð þægileg á þann veg að slóðinn er mjög greinilegur allan tímann. Í fyrstu nokkuð sléttur og góður en er á fjallið kemur eykst brattinn eðlilega. Við endum svo í um 340 metra […]

Eyjan í Ásbyrgi

Fin kvöldganga fyrir þá sem gista í Ásbyrgi og auðvitað alla aðra. Gengið frá tjaldsvæðinu meðfram Eyjunni að austanverðu. Farið upp á hana að norðanverðu og svo eftir henni endlangri og sömu leið tilabkaa. Nánari lýsing: Hófafar Sleipnis myndaði Ásbyrgi og Eyjan er hóftungan. Afar skemmtileg saga og sá er þetta ritar hefur oft velt […]

Eyjan í Vesturdal (Svínadalshringur)

Um er að að ræða létta og þægilega gönguleið sem hentar öllum. Þetta er ekki mjög fjölfarin leið sem vekur furðu eins fjölbreytt og skemmtileg hún er. Við hefjum gönguna við bílastæðið í Vesturadal og göngum því sem næst beint í suður. Leiðin er stikuð og ágætlega merkt. Eftir stutta göngu færist slóðin nær klettaveggjum […]

Þyrill

Gönguleið sem leynir á sér en fyrst er gengið um kjarri vaxna fjallshlíð og að því loknu um skemmtilegt heiðarlandslag og að lokum opnast fyrir göngumönnum stórkostlegt útsýn yfir Hvalfjörð og fjallahringinn þar í kring. Nánari lýsing: Við ákveðnar aðstæður má vel sjá hví þessi nafngift er tilkomin. Hvassir vindir springa niður af fjallinu og […]

Hljóðaklettar

Þessi hringleið hefst í Vesturdal á innsta bílastæðinu ef svo má að orði komast. Stígar eru góðir, stikaðir og vel merktir og leiðin hentar því öllu göngufæri fólki. Við göngum inn að Hljóðaklettum, „niðurfyrir“ þá og uppfyrir aftur og svo sömu leið tilbaka. Nánari lýsing: Hljóðaklettar eru líklega eitt merkasta náttúrulistaverk landsins. Stuðlabergsklettar sem hafa […]

Grábrók

Örstutt, merkt og góð ganga upp á fallegan gíg þar sem útsýni er afar gott yfir nálæg svæði. Gangan hentar vel sem smá hvíld frá akstri. Stöðvum á bílastæði rétt norðaustan við Bifröst og eltum merktan og ágætan stíg upp á gíginn. Nánari lýsing: Grábrók er einn af þremur gígum í stuttri gígaröð. Þeir heita […]

Fjaðrárgljúfur

Eitt af fallegustu náttúruundrum landsins. Leið okkar liggur rétt vestan við Kirkjubæjarklaustur, inn framhjá Hunkubökkum og að bílastæði neðan gljúfranna. Þar löbbum við upp með gljúfrunum austan meginn og sömu leið tilbaka. Nánari lýsing: Líklegast er talið að Fjaðrárgljúfur hafi orðið til fyrir um níu þúsund árum síðan. Þá hefur líklega áin verið mun stærri […]

Strútsskáli – Strútslaug

Ansi góð og þægileg gönguleið inn að Strútslaug þar sem má baða sig í heitri lauginni. Við leggjum í hann við Skófluklif, rétt austan við Strútsskála Ferðafélagins Útivistar. Hér erum við í raun á hinum vinsæla Strútsstíg. Stígurinn er augljós og þægilegur til göngu og hentar því flestu göngufæru fólki. Litlar hækkanir á leiðinni og […]

Kerhólakambur á Esju

Skemmtileg leið á Esju og fín tilbreyting frá þeirri vinsælustu en þó aðeins erfiðari. Við skiljum bílinn eftir rétt við bæinn Esjuberg á Kjalarnesinu. Þar göngum við að nokkuð greinilegum gilskjafti. Stígurin er að mestu greinilegur en á köflum þarf að stika skriður og klöngra örlítið. Eftir að við komum upp úr gilinu stefnum við […]

Þverfellshorn á Esju

Líklega vinsælasta gönguleið landsins og klárlega vinsælasta gönguleið í nánd við höfuðborgarsvæðið. Lagt er í hann frá bílastæði við botn Kollafjarðar. Stígurinn er augljós, breiður og vel merktur. Hann skiptist í tvennt rétt fyrir neðan miðju. Vestan til fer hann í gegn um Einarsmýri en austan til á brú yfir ána og svo á ská […]

Lambafellsgjá

Ansi hreint skemmtileg gönguleið við allra hæfi á lítið fell sem þó opnar sig fyrir göngumönnum á skemmtilegan hátt. Við ökum sem leið liggur að Höskuldarvöllum og leggjum bílnum við Eldborg sem er í norðausturhorni vallanna.  Þaðan liggur skýr gönguleið beint til norðurs að Lambafelli. Við göngum austan megin við fellið og upp gjá nyrst […]

Eiríksfell í Skorradal

Nokkuð þægileg en um leið mjög fjölbreytt gönguleið sem endar á allgóðu útsýnisfjalli. Aka þarf inn Skorradalinn sé maður ekki þar staddur nú þegar því þessa gönguleið hefjum við á móts við bæinn Sarp sem er því sem næst eins innarlega í dalnum og hægt er að komast án þess að grípa til fjórhjóladrifs. Við […]

Hrauntún

Stuttur hringur um geysilega fallegt svæði þar sem náttúran skartar sínu fegursta. Hentar öllum aldursflokkkum. Ein mest náttúruperla sem finna má við sumarhúsasvæðin við Skyggnis-, Brekku- og Miðhúsaskóg er Hrauntúnsland en það er í vörslu Skógræktar ríkisins. Mýrarskógur þekur stóran hluta Hrauntúnslandsins og sunnarlega í skóginum eru tveir gullmolar, Hrauntúnstjarnir. Tjarnirnar eru fallegar og tærar […]

Básagil

Ljómandi fín ævintýraferð fyrir þær fjölmörgu fjölskyldur sem njóta útivistar í sumarhúsalöndum Brekkuskógar, Miðhúsaskógar eða Skyggnisskógar. Gangan hefst á bílastæði efst í Skyggnisskógi en það fylgjum við vegslóða svo til beint í norður í átt að Miðfelli. Á hægri hönd er Mýrarskógur en á vinstri Úthraun, víða vaxið birkiskógi. Eftir tæplega eins kílómetra göngu er […]

Miðfell

Þægileg ganga á lítið fell sem er þó með ágætis útsýni yfir sumarhúsabyggðir svæðisins. Gönguleiðin hefst efst á bílastæði í Skyggnisskógi. Þaðan er gengið eftir vegarslóða sem liggur svo til beint í norður að Miðfelli. Á hægri hönd er Mýrarskógur og handan hans má virða fyrir sér fögur gil sem blasa við í fjallendinu í […]

Kolgrímshóll við Skyggnisskóg

Skemmtileg leið sem hentar öllum nema ef til vill þeim allra yngstu. Er að mestu leyti eftir góðum slóðum. Þessi gönguleið er því sem næst hringur og hæglega má lengja hana til að svo verði. Hún hefst efst í Skyggnisskógi og fylgir vegslóðanum þar til komið er undir suðvesturhorn Miðfells. Þá er stefnan tekin því […]

Brúarárskörð

Gönguleið sem er brött á köflum en fær hvaða göngumanni í þokkalegu formi. Opnar göngumönnum sýn á gljúfur sem eru ekki mjög þekkt en eru svo sannarlega göngunnar virði. Hrikalegt gljúfur Brúarárskarða sem er um þrír kílómetrar á lengd er endastaður þessarar gönguleiðar. Hún hefst vestast í sumarhúsabyggðinni í  Skyggniskógi og er gengið eftir augljósum […]

Kálfsárlón

Skemmtileg gönguleið sem hentar öllum. Engin hækkun en þó þarf víða að finna góða leið í kring um birkiskóginn. Haldi göngumenn sig sem næst lækjum og árfarvegum verður gangan léttari. Gangan hefst efst í Miðhúsaskógi  og liggur um skóginn, fallegt hraunið og uppsprettur sem undan því koma. Frá upphafsstað er gengið eftir vegslóða niður að […]

Fossaleið Brúarár

Stutt gönguleið sem hentar flestum ef ekki öllum, jafnvel yngri börnum. Slétt landslag en töluvert kjarr sem þarf að klöngrast í gegn um af og til. Lagt er upp frá þjóðveginn við brúnna yfir Brúará og gengið er upp með ánni að vestanverðu. Fyrsta legginn er gengi í jaðri túna frá bænum Efstadal en þar […]

Efstadalsfjall

Nokkuð þægileg gönguleið sem leynir á sér því þótt fjallið sé ekki hátt verðlaunar það göngumenn þegar upp er komið með góð útsýni yfir svæðið. Efstadalsfjall er 626 metra hár móbergsstapi og góður útsýnispóstur yfir stóran hluta Suðurlandsundirlendis í góðu skyggni. Hægt er að velja um að minnsta kosti tvær leiðir á fjallið en hér […]

Konungsvegurinn (hluti)

Slétt og þægileg leið sem gefur góða mynd af svæðinu í kring um Miðhúsaskóg, Brekkuskóg og fleiri þekkt sumarhúsalönd. Nokkuð auðveld í rötun enda skýr slóð, vegur stærsta hluta leiðarinnar. Árið 1907 sótti Friðrik VIII konungur Dana og Íslendinga  þegna sína hér á landi heim. Ráðist var í eina stærstu framkvæmd íslandsssögunnar þar til Kárahnjúkastífla […]

Þyrilsnes

Stutt lýsing Hér er um að ræða skemmtilega og þægilega gönguleið sem hentar flestöllum. Nýtt sjónarhorn á Hvalfjörð og fjallendið blasir við göngumönnum ásamt sýnishorni af fornum búháttum og stríðsminjum. Gengið um þægilegan veg og grasi vaxin svæði. Falleg náttúra og minjar í bland. Hentar öllum enda því sem næst slétt leið og á ágætis […]